Innlent

200 manns sagt upp á tveimur árum

Um 200 manns hefur verið sagt upp hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli á síðustu tveimur árum. Í gær var síðast tilkynnt um uppsagnir þrettán starfsmanna. Í Víkurfréttum kemur fram að ellefu starfsmannanna komi úr snjóruðningsdeild vallarins, en mjög hefur fækkað í þeirri deild að undanförnu vegna uppsagna. Í tilkynningu frá varnarliðinu kemur fram að uppsagnirnar hafi verið kynntar stéttarfélögum, en uppsagnarfrestur er þrír mánuðir. Kristján Gunnarsson formaður verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur gagnrýnir uppsagnirnar harðlega á vef Víkurfrétta og segir hagsmuni bandaríkjamanna ávallt ráða för þegar skera á niður á vellinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×