Myndir af Saddam valda fjaðrafoki 20. maí 2005 00:01 Bresk og bandarísk dagblöð birtu í gær ljósmyndir af Saddam Hussein í nærfötunum einum klæða, en birting myndanna olli strax miklu fjaðrafoki. Myndirnar kváðu vera teknar fyrir um ári og sýna Íraksleiðtogann fyrrverandi vera að setja plögg af sér í þvottavél þar sem honum er haldið í fangelsi. Forsvarsmenn Bandaríkjahers brugðust ókvæða við og boðuðu flýtirannsókn á því hvernig myndirnar væru til komnar. Talsmenn Alþjóða Rauða krossins sögðu myndbirtinguna hugsanlega brot á Genfarsáttmálanum um meðferð fanga. Að sögn æsifréttablaðanna The Sun í Bretlandi og New York Post í Bandaríkjunum eru myndirnar fengnar hjá ónafngreindum starfsmanni Bandaríkjahers. Myndbirtingin reitti ekki aðeins Bandaríkjaher til reiði, heldur er fastlega búist við því að hún kyndi undir andúð á Bandaríkjamönnum í Írak. Aðallögmaður Saddams, Ziad al-Khasawneh, sagði að lögfræðingateymi hans væri að undirbúa lögsókn á hendur The Sun fyrir að birta það sem hann kallaði "móðgun við mannkyn, araba og írösku þjóðina". "Það sést glögglega að þessar myndir eru teknar innan veggja fangelsisins, sem þýðir að bandarískir hermenn hljóta að hafa tekið þær," sagði al-Khasawneh í símaviðtali við AP. Hann sagði myndbirtinguna þátt í "víðtæku stríði gegn múslima- og arabaþjóðum", ásamt misþyrmingum fanga í Abu Ghraib-fangelsinu í Bagdad, meintri vanvirðingu Kóransins í Guantanamo-fangabúðunum og fleiru. George W. Bush Bandaríkjaforseti tjáði fjölmiðlum í gær að hann teldi slíka myndbirtingu ekki til þess fallna að kynda undir hatri á Bandaríkjamönnum í Írak. "Ég held að ljósmynd sé morðingjum ekki innblástur," sagði hann spurður um viðbrögð við myndbirtingunni á blaðamannafundi með Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sem var í heimsókn í Hvíta húsinu. Erlent Fréttir Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Bresk og bandarísk dagblöð birtu í gær ljósmyndir af Saddam Hussein í nærfötunum einum klæða, en birting myndanna olli strax miklu fjaðrafoki. Myndirnar kváðu vera teknar fyrir um ári og sýna Íraksleiðtogann fyrrverandi vera að setja plögg af sér í þvottavél þar sem honum er haldið í fangelsi. Forsvarsmenn Bandaríkjahers brugðust ókvæða við og boðuðu flýtirannsókn á því hvernig myndirnar væru til komnar. Talsmenn Alþjóða Rauða krossins sögðu myndbirtinguna hugsanlega brot á Genfarsáttmálanum um meðferð fanga. Að sögn æsifréttablaðanna The Sun í Bretlandi og New York Post í Bandaríkjunum eru myndirnar fengnar hjá ónafngreindum starfsmanni Bandaríkjahers. Myndbirtingin reitti ekki aðeins Bandaríkjaher til reiði, heldur er fastlega búist við því að hún kyndi undir andúð á Bandaríkjamönnum í Írak. Aðallögmaður Saddams, Ziad al-Khasawneh, sagði að lögfræðingateymi hans væri að undirbúa lögsókn á hendur The Sun fyrir að birta það sem hann kallaði "móðgun við mannkyn, araba og írösku þjóðina". "Það sést glögglega að þessar myndir eru teknar innan veggja fangelsisins, sem þýðir að bandarískir hermenn hljóta að hafa tekið þær," sagði al-Khasawneh í símaviðtali við AP. Hann sagði myndbirtinguna þátt í "víðtæku stríði gegn múslima- og arabaþjóðum", ásamt misþyrmingum fanga í Abu Ghraib-fangelsinu í Bagdad, meintri vanvirðingu Kóransins í Guantanamo-fangabúðunum og fleiru. George W. Bush Bandaríkjaforseti tjáði fjölmiðlum í gær að hann teldi slíka myndbirtingu ekki til þess fallna að kynda undir hatri á Bandaríkjamönnum í Írak. "Ég held að ljósmynd sé morðingjum ekki innblástur," sagði hann spurður um viðbrögð við myndbirtingunni á blaðamannafundi með Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sem var í heimsókn í Hvíta húsinu.
Erlent Fréttir Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira