Liggur undir skemmdum 27. september 2005 00:01 Ríflega þriðjungur af kornuppskeru bænda á Eyjafjarðarsvæðinu liggur undir skemmdum vegna snjókomu norðanlands um síðustu helgi. Samanlagt tjón eyfirskra kornbænda vegna þessa gæti orðið um 20 milljónir króna en bændur eiga enn eftir að skera um 180 hektara af þeim 500 hekturum sem þeir sáðu í. Ingvar Björnsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, segir að sökum ótíðar í vor hafi kornakrar sprottið seint í sumar og því hafi skurður ekki hafist fyrr en um síðustu mánaðamót. "Ef veður skánar á næstu dögum er hugsanlegt að bjarga megi hluta þess korns sem eftir á að skera á Eyjafjarðarsvæðinu en þó líklega aldrei meira en helmingnum. Ef ekki rætist úr tíðinni mun allt óskorið korn eyðileggjast," segir Ingvar. Almennt eru bændur á Eyjafjarðarsvæðinu ekki tryggðir fyrir skemmdum á uppskeru og í ofanálag var kornspretta eyfirskra bænda minni í ár en undanfarin tvö ár. "Minni sprettu má annars vegar rekja til þurrka og kulda í maí og hins vegar til mikillar úrkomu og sólarleysis í águst," segir Ingvar. Leita þarf aftur til ársins 1979 til að finna viðlíka ótíð norðanlands og í haust en þá var einnig mikil úrkoma í ágúst og langvarandi kuldi með snjókomu í september. Kornrækt hefur vaxið jafnt og þétt á Íslandi frá árinu 1990 og í vor var sáð í um 3.000 hektara á landinu öllu. Nánast allt það korn sem íslenskir bændur rækta fer til fóðurgerðar nema hvað einn framleiðandi hefur ræktað lífrænt korn til manneldis. Fréttir Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira
Ríflega þriðjungur af kornuppskeru bænda á Eyjafjarðarsvæðinu liggur undir skemmdum vegna snjókomu norðanlands um síðustu helgi. Samanlagt tjón eyfirskra kornbænda vegna þessa gæti orðið um 20 milljónir króna en bændur eiga enn eftir að skera um 180 hektara af þeim 500 hekturum sem þeir sáðu í. Ingvar Björnsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, segir að sökum ótíðar í vor hafi kornakrar sprottið seint í sumar og því hafi skurður ekki hafist fyrr en um síðustu mánaðamót. "Ef veður skánar á næstu dögum er hugsanlegt að bjarga megi hluta þess korns sem eftir á að skera á Eyjafjarðarsvæðinu en þó líklega aldrei meira en helmingnum. Ef ekki rætist úr tíðinni mun allt óskorið korn eyðileggjast," segir Ingvar. Almennt eru bændur á Eyjafjarðarsvæðinu ekki tryggðir fyrir skemmdum á uppskeru og í ofanálag var kornspretta eyfirskra bænda minni í ár en undanfarin tvö ár. "Minni sprettu má annars vegar rekja til þurrka og kulda í maí og hins vegar til mikillar úrkomu og sólarleysis í águst," segir Ingvar. Leita þarf aftur til ársins 1979 til að finna viðlíka ótíð norðanlands og í haust en þá var einnig mikil úrkoma í ágúst og langvarandi kuldi með snjókomu í september. Kornrækt hefur vaxið jafnt og þétt á Íslandi frá árinu 1990 og í vor var sáð í um 3.000 hektara á landinu öllu. Nánast allt það korn sem íslenskir bændur rækta fer til fóðurgerðar nema hvað einn framleiðandi hefur ræktað lífrænt korn til manneldis.
Fréttir Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira