Erlent

Vill Schröder úr pólitík

Krafa um að Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, ætti að láta af baráttu sinni um að halda embættinu, þriðja kjörtímabilið í röð, barst úr heldur óvenjulegri átt í morgun. Hálfbróðir Schröders, Leo Vosseler, segir í viðtali við þýska fjölmiðla að hann vildi óska þess að Schröder væri ekki undir eins miklum þrýstingi og raun ber vitni og að best væri fyrir hann að hætta í stjórnmálum. Jafnaðarmannaflokki Schröders tókst ekki að tryggja sér meirihluta á þýska sambandsþinginu í kosningum sem haldnar voru í landinu um þarsíðustu helgi en flokkur Angelu Merkel, Kristilegir demókratar, fékk mest fylgi þótt hann næði ekki heldur meirihluta. Merkel og Schröder áforma að hittast síðar í vikunni til að ræða hugsanlegt stjórnarsamstarf stóru flokkanna, en Merkel segir formlegar viðræður þó ekki koma til greina nema Schröder sætti sig við að hún leiði viðræðurnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×