Erlent

Innanríkisráðherra segir af sér

Innanríkisráðherra Afganistans, Ali Ahmad Jalali, hefur sagt af sér embætti, en það gerði hann í útvarpsviðtali í dag. Jalali, sem er fyrrverandi blaðamaður, sneri aftur til Afganistans árið 2002 eftir fall talibanastjórnarinnar. Hann hafði verið í útlegð í Bandaríkjunum í áratugi og var einn virtasti ráðherrann í ríkisstjórn Afganistans. Jalali sagði í útvarpsviðtalinu að ein af aðalástæðunum fyrir því að hann hygðist hætta væri sú að hann vildi frekar sinna rannsóknum á sviði vísinda. Sérfræðingar segja hins vegar að afsögnina megi rekja til ágreinings við Hamid Karzai, forseta landsins, um val á héraðsstjórum í landinu. Þá hefur Jalali einnig gagnrýnt opinberlega að menn á vegum ríkisstjórnarinnar eigi aðild að fíkniefnaviðskiptum í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×