Innlent

Fjöldi mála í rannsókn

Átakið Einn réttur - ekkert svindl sem Alþýðusamband Íslands hleypti af stokkunum í vor gengur vel en fjölmörg mál hafa komið til kasta þeirra tveggja starfsmanna sem með þau fara. Annar þeirra, Sigurður Magnússon, segir fjölda mála skipta tugum."Þau eru af margvíslegum toga enda orðið ljóst að víða er pottur brotinn í atvinnumálum erlendra starfsmanna hér á landi. Mörg þeirra falla að einhverju leyti undir svokallaða þjónustusamninga en annars konar samningar þekkjast líka." Fyrirhugað er að starfsmenn átaksins fari með haustinu sjálfir á stúfana og er þá ætlunin að kanna stöðu mála á landsbyggðinni en hingað til hafa sjónir þeirra fyrst og fremst beinst að málum sem ábendingar hafa komið um. Full ástæða þykir til að fara með einhver þeirra fyrir dómstóla en ákvörðun um það verður tekin síðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×