Há dú jú læk Æsland? 6. janúar 2005 00:01 Heimildarmyndin "How do you like Iceland?" verður frumsýnd sunnudaginn 16. janúar í Sjónvarpinu. Eins og titillinn gefur til kynna er þarna á ferðinni mynd sem tekur á skoðunum útlendinga á Íslandi og íbúum þess. "Upprunalega markmið mitt með myndinni var að endurskoða ímynd okkar og að skapa umræður og pælingar um efnið. Eigum við fegurstu konurnar, hreinasta vatnið og sterkustu mennina? Ég fór um víðan völl og talaði við 37 útlendinga sem eru eins mismunandi og þeir eru margir. Í hópnum eru blaðamenn, kvikmyndagerðarfólk, rithöfundar, fólk úr viðskiptaheiminum og fleira," segir Kristín Ólafsdóttir leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi myndarinnar. Fyrirtæki hennar Klikk Production hefur áður framleitt myndina Love is in the Air. Fólkið sem Kristín talaði við fyrir myndina segir hún allt eiga það sameiginlegt að hafa sótt Ísland oft heim og þar af leiðandi haft ágætis tíma til þess að mynda sér skoðun á þjóðinni. "Þetta er ekki hinn týpíski túristi heldur fólk sem virkilega veit eitthvað um okkur. Þetta er mynd sem snertir sjálfsmynd allra íslendinga. Myndin tekur á mörgum þáttum eins og arkitektúr, kurteisi okkar og húmornum. Þarna er fullt af hlutum sem við höfum gott af að heyra en samt ekkert endilega auðvelt fyrir viðkvæmar íslenskar þjóðarsálir," segir Kristín og hlær. Nokkrir þekktir einstaklingar koma fram í myndinni og láta í ljós sína skoðun á þjóðinni. Helst má nefna Damon Albarn söngvara Blur, Victoriu Abril leikkonu og Terry Jones úr Monty Python hópnum. Kristín vill þó taka fram að meirihluti viðmælenda eru óþekktir einstaklingar og venjulegt fólk. "Það er nauðsynlegt að taka þetta ekki of alvarlega og þó svo að útlendingar segi eitthvað um okkur þá er það ekkert endilega rétt. Raunveruleiki og ímynd er ekkert endilega það sama. Oft heyrði ég hluti sem ég veit alveg að eru ekkert réttir. Í gegnum myndina er þó rauður þráður og engin skoðun fór inn í myndina án þess að hún væri sögð nokkrum sinnum af mismunandi viðmælendum." Victoria Abril spænska leikkonan sem lék í myndinni 101 Reykjavík, er meðal viðmælenda.Terry Jones góðkunni leikarinn úr gríngrúppunni Monty Python er meðal hinna mörgu stjarna sem hafa sótt Ísland heim. Menning Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Sjá meira
Heimildarmyndin "How do you like Iceland?" verður frumsýnd sunnudaginn 16. janúar í Sjónvarpinu. Eins og titillinn gefur til kynna er þarna á ferðinni mynd sem tekur á skoðunum útlendinga á Íslandi og íbúum þess. "Upprunalega markmið mitt með myndinni var að endurskoða ímynd okkar og að skapa umræður og pælingar um efnið. Eigum við fegurstu konurnar, hreinasta vatnið og sterkustu mennina? Ég fór um víðan völl og talaði við 37 útlendinga sem eru eins mismunandi og þeir eru margir. Í hópnum eru blaðamenn, kvikmyndagerðarfólk, rithöfundar, fólk úr viðskiptaheiminum og fleira," segir Kristín Ólafsdóttir leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi myndarinnar. Fyrirtæki hennar Klikk Production hefur áður framleitt myndina Love is in the Air. Fólkið sem Kristín talaði við fyrir myndina segir hún allt eiga það sameiginlegt að hafa sótt Ísland oft heim og þar af leiðandi haft ágætis tíma til þess að mynda sér skoðun á þjóðinni. "Þetta er ekki hinn týpíski túristi heldur fólk sem virkilega veit eitthvað um okkur. Þetta er mynd sem snertir sjálfsmynd allra íslendinga. Myndin tekur á mörgum þáttum eins og arkitektúr, kurteisi okkar og húmornum. Þarna er fullt af hlutum sem við höfum gott af að heyra en samt ekkert endilega auðvelt fyrir viðkvæmar íslenskar þjóðarsálir," segir Kristín og hlær. Nokkrir þekktir einstaklingar koma fram í myndinni og láta í ljós sína skoðun á þjóðinni. Helst má nefna Damon Albarn söngvara Blur, Victoriu Abril leikkonu og Terry Jones úr Monty Python hópnum. Kristín vill þó taka fram að meirihluti viðmælenda eru óþekktir einstaklingar og venjulegt fólk. "Það er nauðsynlegt að taka þetta ekki of alvarlega og þó svo að útlendingar segi eitthvað um okkur þá er það ekkert endilega rétt. Raunveruleiki og ímynd er ekkert endilega það sama. Oft heyrði ég hluti sem ég veit alveg að eru ekkert réttir. Í gegnum myndina er þó rauður þráður og engin skoðun fór inn í myndina án þess að hún væri sögð nokkrum sinnum af mismunandi viðmælendum." Victoria Abril spænska leikkonan sem lék í myndinni 101 Reykjavík, er meðal viðmælenda.Terry Jones góðkunni leikarinn úr gríngrúppunni Monty Python er meðal hinna mörgu stjarna sem hafa sótt Ísland heim.
Menning Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Sjá meira