Erlent

Hlutleysið rannsakað

Danska ríkisstjórnin ætlar að verja rúmum fimmtíu milljónum íslenskra króna í að rannsaka hvort fréttastofur danska ríkisútvarpsins rísi undir ábyrgð sinni að flytja "fjölbreyttar, hlutlausar og óháðar fréttir." Brian Mikkelsen, menntamálaráðherra, sagði í samtali við Jyllandsposten að þar sem ríkisútvarpið fái yfir 30 milljarða íslenskra króna á ári sé nauðsynlegt að fréttaflutningur þess sé hafinn yfir allan vafa. Hann vísaði því hins vegar algjörlega á bug að rannsóknin væri átylla til að reka fréttamenn sem hefðu aðrar stjórnmálaskoðanir en ríkisstjórnin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×