Erlent

Komust óhindrað inn í kjarnorkuver

Sextán útlendingar með fölsuð vegabréf komust nýlega inn í kjarnorkuver í Tennessee í Bandaríkjunum sökum lélegrar öryggisgæslu. Frá þessu greinir dagblaðið Washington Post og þykir um mikið hneyksli að ræða þar sem öryggisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa ítrekað varað við því að kjarnorkuver kunni að verða næsta stóra skotmark hryðjuverkamanna. Og það sem meira er þá hefur sérstaklega verið bent á hættuna á því að árásin verði gerð innan frá með stillingum á tækjabúnaði. Ekki er enn vitað hvað mönnunum sextán gekk til en forsvarsmenn kjarnorkuversins segja þá ekki hafa komist yfir viðkvæmar upplýsingar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×