Innlent

Dögg kjörin formaður UVG

Dögg Proppé Hugosdóttir var kosin formaður Ungra vinstri grænna á aðalfundi félagsins um helgina. Áður gegndi Dögg embætti varaformanns félagsins. "Þetta er mjög spennandi. Við ætlum að einbeita okkur að landsbyggðinni og hyggjum á að stofna ungliðadeildir vítt um land," sagði Dögg um verkefnin fram undan. "Á landsfundinum fjölluðum við um byggðamál og lögðum þannig línurnar fyrir næsta vetur."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×