Innlent

Uppbygging í Reykholti

Íbúum í Reykholti gæti fjölgað úr þrjátíu í tvö hundruð á næstu árum. Þar er verið að reisa tólf nýjar íbúðir og fimmtíu og sjö einbýlishús eru á teikniborðinu. Einnig er gert ráð fyrir minjagarði. Um 30 manns búa í Reykholti og síðustu tvö ár hefur verið mikil uppbygging í öllu sveitarfélaginu að sögn Bergs Þorgeirssonar sveitarstjórnarmann. Hann segir mjög mikinn áhuga á íbúðum á svæðinu. Við götu sem hafi verið deiliskipulögð þar verði til að mynda byggð ellefu einbýlishús og samtals tólf íbúðir, en allar lóðirnar hafi gengið út á svipstundu. Í nágrenni Reykolts er búið að deiliskipuleggja byggð þar sem 57 íbúðir rísa á næstu árum. Bergur segir ljóst að með götunni sem áður var nefnd fjölgi íbúum Reykholts um helming, úr 30 60. Svo sé verið að vinna að deiliskipulagi fyrir sunnan þjóðveginn en þar sé gert ráð fyrir 57 nýjum einbýlishúsum. Það megi því búast við að íbúum Reykholt fjölgi úr 30 í 200 á næstu árum. Á næstunni verða kynntar hugmyndir að minjagarði sem á að rísa í Reykholti. Bergur segir garðinn hugsaðan sem safn án veggja þannig að gestir geti upplifað Reykholt og þær fornleifar sem séu þar, þar á meðal bæjarstæði frá miðalda, sem heild. Búið sé að gera göngustíga og útisvæði þannig að fólk geti notið þess að vera á svæðinu ásamt því að fara á sýningu í húsnæði Snorrastofu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×