Norðmenn kynna sér offituaðgerðir 16. september 2005 00:01 Tólf norskir offitusjúklingar eru staddir hér á landi til að leggjast undir hnífinn. Hópur norskra heilbrigðisstarfsmanna fylgir hópnum til landsins en hann ætlar að reyna að læra af góðum árangri Íslendinga. Íslendingar standa framarlega á sviði offituaðgerða en langtímaárangur aðgerðanna hér á landi er mun betri en gengur og gerist. Samningur hefur því verið gerður á milli Landsspítala - háskólasjúkrahúss og noskra heilbrigðisyfirvalda um að senda sjúklinga hingað til lands. Reynslan af offituaðgerðum hér á landi er orðinn tölvuverð en eitt er það sem tryggir góðan árangur. Hjörtur G. Gíslason skurðlæknir segir það svokallaða formeðferð þar sem sjúklingar séu undirbúnir betur en annars staðar. Reykjalundur hafi séð að miklu leyti um þann hluta og í honum felist svokölluð atferlismeðferð þannig að aðgerðin nýtist sem best. Hjörtur segir aðgerðina hjálpartæki og ef vel sé að málum staðið og sjúklingar vel undirbúnir andlega og líkamlega þá séu meiri líkur á að vel takist til. Gerðar hafa verið vel á fjórða hundrað aðgerðir og talið er að svipað margir eigi við alvarlegt vandamál að stríða og eigi hugsanlega eftir að koma í aðgerð. Tölur um offitu hér á landi sýna að hún sé að verða mjög mikið vandamál. Hjörtur segir tölur benda til þess að allt að fjórða hvert barn á aldrinum 13-19 ára eigi við offitu að stríða. Þau séu með þyngdarstuðul yfir 30 sem sé mjög alvarlegt og með því versta sem gerist. Þá bendi tölur einnig til að fimmti hver fullorðinn Íslendingur sé skilgreindur sem of feitur. Ávinningur af samstarfinu er mikill fyrir báða aðila og ánægja er með aðgerðirnar hingað til. Rune Sandbu, yfirllæknir á Tönsberg í Noregi, segir t.d. að gerðar hafi verið aðgerðir á þremur Norðmönnum í dag og þeim líði öllum mjög vel. Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Tólf norskir offitusjúklingar eru staddir hér á landi til að leggjast undir hnífinn. Hópur norskra heilbrigðisstarfsmanna fylgir hópnum til landsins en hann ætlar að reyna að læra af góðum árangri Íslendinga. Íslendingar standa framarlega á sviði offituaðgerða en langtímaárangur aðgerðanna hér á landi er mun betri en gengur og gerist. Samningur hefur því verið gerður á milli Landsspítala - háskólasjúkrahúss og noskra heilbrigðisyfirvalda um að senda sjúklinga hingað til lands. Reynslan af offituaðgerðum hér á landi er orðinn tölvuverð en eitt er það sem tryggir góðan árangur. Hjörtur G. Gíslason skurðlæknir segir það svokallaða formeðferð þar sem sjúklingar séu undirbúnir betur en annars staðar. Reykjalundur hafi séð að miklu leyti um þann hluta og í honum felist svokölluð atferlismeðferð þannig að aðgerðin nýtist sem best. Hjörtur segir aðgerðina hjálpartæki og ef vel sé að málum staðið og sjúklingar vel undirbúnir andlega og líkamlega þá séu meiri líkur á að vel takist til. Gerðar hafa verið vel á fjórða hundrað aðgerðir og talið er að svipað margir eigi við alvarlegt vandamál að stríða og eigi hugsanlega eftir að koma í aðgerð. Tölur um offitu hér á landi sýna að hún sé að verða mjög mikið vandamál. Hjörtur segir tölur benda til þess að allt að fjórða hvert barn á aldrinum 13-19 ára eigi við offitu að stríða. Þau séu með þyngdarstuðul yfir 30 sem sé mjög alvarlegt og með því versta sem gerist. Þá bendi tölur einnig til að fimmti hver fullorðinn Íslendingur sé skilgreindur sem of feitur. Ávinningur af samstarfinu er mikill fyrir báða aðila og ánægja er með aðgerðirnar hingað til. Rune Sandbu, yfirllæknir á Tönsberg í Noregi, segir t.d. að gerðar hafi verið aðgerðir á þremur Norðmönnum í dag og þeim líði öllum mjög vel.
Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira