Innlent

Óvissa um kjör hefur áhrif á skort

Ein ástæðan fyrir því að illa gengur að ráða fólk til starfa í leikskólum í Kópavogi er sú að stjórnendur geta ekki sagt starfsfólki hvað það muni hafa í laun. Erfiðlega hefur gengið að ráða ófaglært fólk til starfa á leikskólum í Kópavogi að undanförnu og nú er svo komið að frá og með næstu mánaðamótum fá börn ekki inni nema fjóra daga vikunnar á leikskólanum Rjúpnahæð í Salahverfi. Árni Þór Hilmarsson, fræðslustjóri í Kópavogi, segir eina ástæðuna fyrir því að erfitt er að ráða fólk vera þá að fyrirliggjandi kjarasamningur var felldur í atkvæðagreiðslu starfsmanna og því ríki óvissa um launakjör. Þegar rætt sé við fólk sem íhugi að starfa á leikskólunum viti bærinn ekki hvað hann geti boðið þeim. Það hafi það í för með sér að fólk sé tregara til að takast þessi störf á hendur þar sem það viti á hvaða kjörum það muni vinna þau. Árni Þór telur að auðveldara verði að ráða fólk til starfa þegar samningar hafa náðst. Óvíst er hvenær það verður en næsti samningafundur er boðaður á þriðjudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×