Erlent

Lýsir stuðningi við Aron Pálma

Bandaríkjamaðurinn Scott Smith lýsir yfir stuðningi við baráttuna um frelsi Arons Pálma Ágústssonar sem dvelur í stofufangelsi í Texas. Í bréfi sínu til Ricks Perry, ríkisstjóra Texas, segir Smith að hann sé kunningi George Bush eldri, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og hann hafi einnig sent Bandaríkjaforseta orðsendingu um málefni Arons Pálma og óskað eftir liðsinni hans og skilningi á málefninu. "Ég hringdi í Aron Pálma og lét hann vita að ef hann vantaði vin hér í Bandaríkjunum getur hann alltaf leitað til mín. Ég bauð honum aðstoð þar sem ég get ekki ímyndað mér hvernig það er að vera fastur í öðru landi í tíu ár án þess að fá hjálp," segir Smith sem býr í New Jersey og starfar sem sérfræðingur á lánamarkaði. "Það minnsta sem maður getur gert er að eyða nokkrum mínútum í að koma þeim til aðstoðar sem eiga um sárt að binda."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×