Erlent

Sprengjuhótun í dönskum barnaskóla

Rýma varð barnaskóla í Kolding í Danmörku í morgun eftir að sprengjuhótun barst. Fjögur hundruð og fjörutíu nemendum og kennurum var samstundis vísað úr byggingunni en leit lögreglu að sprengjunni bar engan árangur. Hótunin barst í símtali til Neyðarlínunnar og sagði karlmaður, sem talinn er vera á miðjum aldri, að sprengingin yrði innan klukkustundar. Hann lauk símtalinu með orðunum „Allah er mikill“. Lögregla telur að maðurinn sé danskur. Hann talaði með uppgerðarhreim, væntanlega til að láta líta út fyrir að hann væri útlendingur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×