Innlent

Öll spjót standa á Bandaríkjastjórn

Bandaríkjamenn geta ekki svarað fyrirspurnum Evrópuríkja um leynifangelsi og fangaflug. Utanríkisráðherra Þýskalands ætlar að taka málið upp á fyrsta fundi sínum með ráðamönnum í Washington í vikunni.

Öll spjót standa á bandarískum yfirvöldum að svara fyrirspurnum um ólöglegt fangaflug með meinta hryðjuverkamenn og leynifangelsi í Evrópu, en í dag var Evrópusambandinu gert ljóst að meiri tíma þyrfti til að svara spurningunum. Franco Frattini, sem hefur umsjón með dómsmálum og frelsi- og öryggismálum hjá Sambandinu sagði að reyndust fregnirnar byggðar á staðreyndum biði ríkjanna, sem leyft hefðu fangelsin, refsing og vill hann að þau missi atkvæðarétt sinn. Orð Frattinis þykja hörð og bera vitni um vaxandi þrýsting bæði á Bandaríkjamenn og ráðamenn í Evrópu að útskýra hvað var og er á seyði. Bretar munu taka málið upp við Bandaríkjamenn fyrir hönd Evrópusambandsríkjanna og nýr utanríkisráðherra Þýskalands, Frank-Walter Steinmeier, hyggst ræða málið í heimsókn sinni til Washington í næstu viku.

Írar og Svisslendingar bættust um helgina í hóp þeirra þjóða sem krefjast upplýsinga um hvort að fangar hafi verið fluttir með ólöglegum hætti um lofthelgi ríkjanna og jafnvel millilent þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×