Innlent

Ódýrara til Alicante en Þórshafnar

Er eðlilegt að það sé dýrara að fljúga til Bíldudals frá Reykjavík en til Berlínar og Búdapest? Að það sé dýrara að keyra 700 kílómetra til Egilsstaða en fljúga þrjú þúsund og tvö hundruð kílómetra leið til Alicante? Íslendingar munu geta valið milli þrjátíu og fimm áfangastaða í beinu flugi næsta sumar og á þeim markaði geisar verðstríð. Íslensku ferðaskrifstofurnar og flugfélögin eru farin að selja í ferðir næsta sumar og það verður hægt að fara víðar en nokkru sinni fyrr. Flugleiðir fljúga til tuttugu og þriggja áfangastaða næsta sumar, Iceland Express til átta, Heimsferðir til tólf, ef vorferðir eru taldar með og Terra Nova til fimm. Það er rétt að benda á að þetta eru einungis ferðir þar sem hægt er að kaupa flugsæti og flogið er reglulega - að auki eru alls kyns sérferðir á vegum hinna ýmsu ferðaskrifstofa um allan heim - til Kína og Suður-Afríku og hingað og þangað. Algengt er að verðið sem auglýst er nú, til Evrópu, sé innan við tíu þúsund krónur aðra leið og allt niður í fimm þúsund og fjögur hundruð. Til samanburðar skulum við líta á hvað kostar að fljúga innanlands: Nettilboðið hjá Flugfélagi Íslands þessa vikuna er svona - fimmþúsund til sjöþúsund og fimm hundruð krónur aðra leið, en ekki fengust upplýsingar um hversu hátt hlutfall sæta er selt á þessu verði. Annars kosta farmiðar innanlands upp í tuttugu og eitt þúsund krónur báðar leiðir. En það sama gildir auðvitað um ferðirnar út fyrir landsteinana, þar er aðeins ákveðið hlutfall selt á þessu auglýsta, lægsta verði og engin leið að fá að vita hversu mörg þau sæti eru. Olíuverð er nálægt sögulegu hámarki og flugfélög um allan heim eiga í mesta basli við að ná endum saman. Síðasta vor höfðu flugfargjöld hérlendis til dæmis hækkað um tuttugu prósent á einu ári. Indriði segir lækkanirnar nú kannski segja sitt um verðlagninguna áður - það hafi greinilega verið svigrúm. >



Fleiri fréttir

Sjá meira


×