Innlent

Skoða kaup á Júmbó

Eigandi samlokugerðarinnar Sóma skoðar nú möguleika á að kaupa keppinautinn Júmbó-samlokur. Með kaupunum yrði til fyrirtæki sem réði yfir stærstum hluta samlokumarkaðarins á Íslandi. Alfreð Hjaltalín, eigandi Sóma, segir verið að skoða hugmyndir um að fyrirtæki hans kaupi Júmbó samlokur. Hann leggur þó áherslu á að hann hafi hvorki gert tilboð í fyrirtækið né séu formlegar viðræður hafnar. Alfreð staðfestir að Íslandsbanki sé að skoða málið í samvinnu við sig en segir með öllu ótímabært að segja til um hvort af tilboði verði. Hann segir að það skýrist væntanlega ekki fyrr en að nokkrum vikum liðnum. >



Fleiri fréttir

Sjá meira


×