Innlent

Vísitala hækkar um 0,21 prósent

Vísitala neysluverðs í ágúst 2005 er 243,2 stig og hækkaði um 0,21 prósent frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 227,5 stig og lækkaði um 0,18 prósent frá því í júlí. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Sumarútsölur, sem standa enn, leiddu til 6,6 prósenta verðlækkunar á fötum og skóm og var það til 0,33 prósenta lækkunar á vísitölu. Eigið húsnæði í vísitölu neysluverðs hækkaði um 2,0, þar af voru áhrif af hækkun markaðsverðs á húsnæði 0,37 prósent en á móti vógu áhrif af lækkun meðalvaxta, 0,05 prósent. Verð á dagvöru hækkaði um 0,84 prósent og verð á bensíni og olíum hækkaði um 1,9 prósent. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,7 prósent en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 0,1 prósent. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,0 prósent sem jafngildir 4,2 prósenta verðbólgu á ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×