Innlent

Byrjað á snjóframleiðslukerfi

MYND/KK
Akureyringar hefjast handa við það í dag að búa til vetur, eða snjó að minnsta kosti. Framkvæmdir við fyrsta snjóframleiðslukerfi á Íslandi hefjast formlega með skóflustungu í dag og síðan fer allt af stað. Ráðgert er að framkvæmdum ljúki um miðjan október og að skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verði opnað formlega eigi síðar en 3. desember. Lengd skíðasvæðisins sem mun njóta snjóframleiðslunnar er um tveir og hálfur kílómetri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×