Sjúkraliðalaust á sumum vöktum 25. ágúst 2005 00:01 Svo mikill skortur er á fólki í umönnunarstörf að dæmi eru um að stofnanir sem sinna hjúkrun aldraðra geti ekki mannað allar vaktir sínar með sjúkraliðum, segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. "Ástandið á sumum stofnunum er hræðilegt og mikið álag á starfsfólk," segir Kristín. "Það er alvarlegt ef hjúkrunarstofnanir ná ekki einu sinni að manna allar vaktir með sjúkraliðum og eingöngu er ófaglært starfsfólk í umönnun. Gæði hjúkrunar minnka að sama skapi og farið verður að loka á innlagnir," segir hún. "Það kemur niður á öllu þjóðfélaginu því á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða er nær eingöngu fólk sem ekki hefur heilsu til að hugsa um sig sjálft," segir Kristín. "Yfirvöld tala um að fjölga þurfi úrræðum fyrir aldraða. Ég spyr hins vegar: Hver á að manna þau störf sem við það skapast þegar ekki er nóg af fólki til að vinna þau störf sem fyrir eru? Það er eins og yfirvöld stingi höfðinu í sandinn yfir þessu vandamáli," segir hún. Áslaug Björnsdóttir hjúkrunarforstjóri Sunnuhlíðar, hjúkrunarheimilis aldraðra í Kópavogi, segir að enn vanti fólk í nokkrar stöður hjá Sunnuhlíð. "Það er ívið meiri skortur á starfsfólki nú en venjulega," segir Áslaug. "Það er augljós tregða við að sækja um, sérstaklega í stöður ófaglærðra, það er að segja störf við aðhlynningu," segir hún. Áslaug segir skýringuna einna helst þá að vegna þenslu í þjóðfélaginu séu þessi störf ekki lengur samkeppnisfær hvað varðar laun. "Við greiðum ófaglærðu starfsfólki eftir taxta Eflingar, og eru grunnlaun um 100 þúsund krónur á mánuði, en svo bætist ofan á það vaktaálag og annað," segir Áslaug. Hún segir að besta leiðin til þess að leysa vandann sé að bæta launakjör. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að vinnuaflsskortur sem hefur verið bundinn við byggingariðnaðinn og stórframkvæmdir komi nú fram víðar. "Þá eru þau störf sem eru kannski ver launuð og þykja erfið þau sem eftir sitja," segir hann. Hann segir það þó jákvætt að fyrirtæki séu farin að leita að reynslumiklu starfsfólki eða eldra fólki í ýmis störf. Aðspurður segir hann talsvert um innflutning á útlendingum til að vinna við þrif og þjónustu í kring um umönnunarstörf en ekki beint í umönnun vegna þess hve mikilvægt tæki tungumálið sé í þeim störfum. Fréttir Innlent Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Svo mikill skortur er á fólki í umönnunarstörf að dæmi eru um að stofnanir sem sinna hjúkrun aldraðra geti ekki mannað allar vaktir sínar með sjúkraliðum, segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. "Ástandið á sumum stofnunum er hræðilegt og mikið álag á starfsfólk," segir Kristín. "Það er alvarlegt ef hjúkrunarstofnanir ná ekki einu sinni að manna allar vaktir með sjúkraliðum og eingöngu er ófaglært starfsfólk í umönnun. Gæði hjúkrunar minnka að sama skapi og farið verður að loka á innlagnir," segir hún. "Það kemur niður á öllu þjóðfélaginu því á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða er nær eingöngu fólk sem ekki hefur heilsu til að hugsa um sig sjálft," segir Kristín. "Yfirvöld tala um að fjölga þurfi úrræðum fyrir aldraða. Ég spyr hins vegar: Hver á að manna þau störf sem við það skapast þegar ekki er nóg af fólki til að vinna þau störf sem fyrir eru? Það er eins og yfirvöld stingi höfðinu í sandinn yfir þessu vandamáli," segir hún. Áslaug Björnsdóttir hjúkrunarforstjóri Sunnuhlíðar, hjúkrunarheimilis aldraðra í Kópavogi, segir að enn vanti fólk í nokkrar stöður hjá Sunnuhlíð. "Það er ívið meiri skortur á starfsfólki nú en venjulega," segir Áslaug. "Það er augljós tregða við að sækja um, sérstaklega í stöður ófaglærðra, það er að segja störf við aðhlynningu," segir hún. Áslaug segir skýringuna einna helst þá að vegna þenslu í þjóðfélaginu séu þessi störf ekki lengur samkeppnisfær hvað varðar laun. "Við greiðum ófaglærðu starfsfólki eftir taxta Eflingar, og eru grunnlaun um 100 þúsund krónur á mánuði, en svo bætist ofan á það vaktaálag og annað," segir Áslaug. Hún segir að besta leiðin til þess að leysa vandann sé að bæta launakjör. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að vinnuaflsskortur sem hefur verið bundinn við byggingariðnaðinn og stórframkvæmdir komi nú fram víðar. "Þá eru þau störf sem eru kannski ver launuð og þykja erfið þau sem eftir sitja," segir hann. Hann segir það þó jákvætt að fyrirtæki séu farin að leita að reynslumiklu starfsfólki eða eldra fólki í ýmis störf. Aðspurður segir hann talsvert um innflutning á útlendingum til að vinna við þrif og þjónustu í kring um umönnunarstörf en ekki beint í umönnun vegna þess hve mikilvægt tæki tungumálið sé í þeim störfum.
Fréttir Innlent Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent