Erlent

Hættir líka á þingi

Þetta er síðasta kjörtímabil Tonys Blair, ekki einungis sem forsætisráðherra heldur einnig sem þingmanns. Þetta er haft eftir John Burton, einum helsta vini og stuðningsmanni Blairs. Blair hefur þegar sagt að hann verði ekki forsætisráðherra á næsta kjörtímabili, sigri Verkamannaflokkurinn aftur. Miklar vangaveltur hafa verið uppi um hvað Blair taki sér fyrir hendur og hafa störf innan Evrópusambandsins eða Sameinuðu þjóðanna helst verið nefnd.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×