Erlent

Samþykktu nýja ríkisstjórn

Þingmenn Fatah-hreyfingarinnar í Palestínu samþykktu í gær tillögu Ahmeds Qureia forsætisráðherra um nýja ríkisstjórn í landinu. Fatah er langstærsti flokkurinn á palestínska þinginu og því er nánast formsatriði að fá málið samþykkt þar og er búist við að það gerist síðar í dag. Fatah hafnaði upphaflegri tillögu Qureia þar sem hún gerði ráð fyrir að stærstur hluti nýrrar stjórnar yrðu gamlir bandamenn Jassirs Arafats. Í nýju tillögunni er hins vegar gert ráð fyrir að tuttugu af tuttugu og fjórum ráðherrum verði nýir í embætti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×