Erlent

Gamla fólkið hjálparlaust

Fellibylurinn Katrín hitti sennilega þá verst sem veikastir voru fyrir: sjúklinga, aldraða og fátæka. Raunir þessa fólks hafa verið ótrúlegar síðustu daga. Lloyd Simmons, 68 ára, er einn þeirra sem ekki hefur átt sjö dagana sæla. Hann þjáist af lungnaþembu og þarf því að draga öndunarvél með sér hvert sem hann fer en rafmagnsleysið hefur vitaskuld valdið honum verulegum vandræðum. Hann stóð í marga klukkutíma í vegkanti og veifaði lögreglubílum en enginn stansaði. "Segið mér hvað ég á að gera og ég mun gera það. Ég sárbæni ykkur að segja mér hvar ég get fengið rafmagn fyrir öndunarvélina mína," sagði hann hásri röddu. Ekki var betur komið fyrir Melbu Harris, 86 ára. Hún hafði legið án matar og vatns í tvo daga í kantinum á hraðbraut. Enginn veitti henni minnstu eftirtekt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×