Erlent

Beslan-mæður hitta Pútín

Fulltrúar mæðra sem misstu börn sín í umsátrinu um barnaskólann í Beslan í Norður-Ossetíu í suðurhluta Rússlands fyrir réttu ári eiga að hitta Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í dag. 331 lét lífið í umsátrinu, helmingurinn börn. Flestir létust þegar rússneskar hersveitir réðust til inngöngu í skólann til að frelsa gíslana úr höndum mannræningjanna sem voru tsjetsjenskir uppreisnarmenn, en misstu allt úr böndunum og enduðu í langvinnum skotbardögum við gíslatökumennina. Þeir dóu allir nema einn og enn sem komið er hefur enginn Rússi hlotið dóm vegna málsins. Mæðurnar eru ævareiðar vegna þessa og hyggjast krefjast þess að forsetinn sjái til þess að þeim sem bera ábyrgð á mistökum hersins, verði refsað. Erlendum fjölmiðlum býðst ekki að vera viðstaddir fundinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×