Innlent

Forsetahjónin í Hafnarfjörð

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff forsetafrú fara í opinbera heimsókn til Hafnarfjarðar í dag. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri tekur á móti forsetahjónunum ásamt fleiri forsvarsmönnum hafnfirðinga klukkan níu við bæjarmörk Hafnarfjarðar og Garðabæjar að viðstöddum börnum frá leikskólanum Norðurbergi. Forsetahjónin fara í heimsókn að Hrafnistu þar sem ný aðstaða fyrir endurhæfingu verður skoðuð, aka að Vallahverfið þar sem uppbyggingin verður skoðuð. Þá munu forsetahjónin heimsækja leikskólann Stekkjarás og svo Lækjarskóla þar sem þau munu snæða hádegisverð. Eftir hádegi liggur leið forsetahjónanna í Hraunsel, félagsheimili eldriborgara, Flensborgarskóla, á Byggðasafn Hafnarfjarðar og loks í Bjarkarhúsið. Síðdegis setur forsetinn Hansadaga í verslunarmiðstöðinni Firði. Dagskrá heimsóknarinnar lýkur með fjölskylduhátíð í Íþróttahúsinu við Strandgötu í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×