Gagnrýndi ómálefnalega umræðu 16. apríl 2005 00:01 Tími Ingibjörgar Sólrúnar sem leiðtogi Samfylkingarinnar er ekki kominn sagði Össur Skarphéðinsson, formaður flokksins, á opnum stjórnmálafundi á Akureyri í dag. Ingibjörg Sólrún gagnrýndi Össur og stuðningsmenn hans fyrir ómálefnalega umræðu. Össur og Ingibjörg Sólrún voru meðal ræðumanna á opnum fundi um stjórnmál unga fólksins sem haldinn var fyrir norðan undir yfirskriftinni Ekki gera eins og mamma þín segir þér! Þetta var í fyrsta skipti sem þau mæta á sameiginlegan fund frá því að baráttan um formannsembættið í Samfylkingunni tók að harðna. Í umræðum um framboðsmálin var rætt um að stöðva alvarlegar tæklingar og veifa gula spjaldinu oftar. Ingibjörg Sólrún segir Össur hafa rætt um þetta og hún vilji gjarnan að hann veifi því svolítið oftar á sitt fólk þar sem henni hafi fundist aðeins skorta upp á að umræðan hafi verið nógu málefnaleg. Þar eigi hún sérstaklega við framtíðarhóp Samfylkingarinnar, en hún hafi orðið fyrir vonbrigðum með það hvernig farið hefði verið af stað með umræður um hann. Aðalatriðið sé þó að þau séu að vinna í þágu Samfylkingarinnar og séu í sama flokki. Flokkurinn hafi tiltekna stefnu og það séu þau sem eigi að vera málsvarar þeirrar stefnu. Hvorki Ingibjörg né Össur töldu að kosningabaráttan skaðaði flokkinn. Þvert á móti kæmi hún til með að efla hann. Össur segir telja að flokkurinn muni standa sterkari eftir kosningarnar. Baráttan sé skemmtileg og ótrúlegur fjöldi fólks komi til liðs við báða aðila og þar með flokkinn. Þetta sé ævintýri líkast. Össur hefur áður sagt að Ingibjörg sé framtíðarleiðtogi flokksins. Aðspurður hvort ekki sé komið að henni segist Össur ekki telja það. Þessi orð hafi verið sögð þegar allt hafi verið lagt í sölurnar til að gera Ingibjörgu að forsætisráðherra en það hafi ekki gengið eftir. Ef það hefði tekist þá liggi það í hlutarins eðli að sá sem sé forsætisráðherra sé um leið óskoraður leiðtogi þess flokks. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Tími Ingibjörgar Sólrúnar sem leiðtogi Samfylkingarinnar er ekki kominn sagði Össur Skarphéðinsson, formaður flokksins, á opnum stjórnmálafundi á Akureyri í dag. Ingibjörg Sólrún gagnrýndi Össur og stuðningsmenn hans fyrir ómálefnalega umræðu. Össur og Ingibjörg Sólrún voru meðal ræðumanna á opnum fundi um stjórnmál unga fólksins sem haldinn var fyrir norðan undir yfirskriftinni Ekki gera eins og mamma þín segir þér! Þetta var í fyrsta skipti sem þau mæta á sameiginlegan fund frá því að baráttan um formannsembættið í Samfylkingunni tók að harðna. Í umræðum um framboðsmálin var rætt um að stöðva alvarlegar tæklingar og veifa gula spjaldinu oftar. Ingibjörg Sólrún segir Össur hafa rætt um þetta og hún vilji gjarnan að hann veifi því svolítið oftar á sitt fólk þar sem henni hafi fundist aðeins skorta upp á að umræðan hafi verið nógu málefnaleg. Þar eigi hún sérstaklega við framtíðarhóp Samfylkingarinnar, en hún hafi orðið fyrir vonbrigðum með það hvernig farið hefði verið af stað með umræður um hann. Aðalatriðið sé þó að þau séu að vinna í þágu Samfylkingarinnar og séu í sama flokki. Flokkurinn hafi tiltekna stefnu og það séu þau sem eigi að vera málsvarar þeirrar stefnu. Hvorki Ingibjörg né Össur töldu að kosningabaráttan skaðaði flokkinn. Þvert á móti kæmi hún til með að efla hann. Össur segir telja að flokkurinn muni standa sterkari eftir kosningarnar. Baráttan sé skemmtileg og ótrúlegur fjöldi fólks komi til liðs við báða aðila og þar með flokkinn. Þetta sé ævintýri líkast. Össur hefur áður sagt að Ingibjörg sé framtíðarleiðtogi flokksins. Aðspurður hvort ekki sé komið að henni segist Össur ekki telja það. Þessi orð hafi verið sögð þegar allt hafi verið lagt í sölurnar til að gera Ingibjörgu að forsætisráðherra en það hafi ekki gengið eftir. Ef það hefði tekist þá liggi það í hlutarins eðli að sá sem sé forsætisráðherra sé um leið óskoraður leiðtogi þess flokks.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira