Sport

Wenger æfur út í van Persie

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, lét framherjann Robin van Persie heldur betur heyra það eftir að hollendingurinn ungi hafði látið reka sig af velli gegn Southampton á laugardaginn. "Ég sagði við hann í hálfleik að hann væri með gult spjald á bakinu og yrði því augljóslegt skotmark. Hann hunsaði orð mín og lét veiða sig í gildruna," sagði Wenger og var allt annað en ánægður með framkomu síns manns. Persie er fyrsti leikmaður Arsenal til að fá rautt spjald á þessari leiktíð en alls hafa leikmenn Arsenal fengið að líta rauða spjaldið 58 sinnum í stjóratíð Wenger.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×