Sjúk í leðurjakka 31. mars 2005 00:01 "Ég held ég verði að segja leddarinn minn sem ég keypti mér í Köben," segir Þóra spurð um hvað sé algjörlega ómissandi í fataskápnum. "Svei mér þá, ég held ég sé í þessum jakka á hverjum einasta degi. Ég fór til Köben með vinkonu minni fyrir um það bil mánuði en ég hef það sem reglu að þegar ég fer til útlanda gef ég sjálfri mér leyfi til að kaupa jakka sem mér finnast flottir -- sama hvað þeir kosta. Ég kaupi mér aðallega leðurjakka því ég er gjörsamlega sjúk í leðurjakka." Þóra fann hinn eina sanna leðurjakka fyrir nokkuð mörgum árum en hann er farinn yfir móðuna miklu sökum mikillar notkunar. "Ég gekk lengi vel í leðurjakka sem barnsmóðir pabba vinkonu minnar átti. Ég held ég hafi gengið í honum í sjö ár en þá var hann orðinn gatslitinn. Síðan hef ég leitað að staðgengli fyrir þennan jakka og held ég sé búinn að finna hann," segir Þóra og á þá auðvitað við nýja, danska leðurjakkann. En ætli Þóra sé jafn fatasjúk og hún er leðurjakkasjúk? "Nei ég er alls ekki fatafrík. Ég get verið alveg eins og drusla en ég get líka verið algjör pæja." Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
"Ég held ég verði að segja leddarinn minn sem ég keypti mér í Köben," segir Þóra spurð um hvað sé algjörlega ómissandi í fataskápnum. "Svei mér þá, ég held ég sé í þessum jakka á hverjum einasta degi. Ég fór til Köben með vinkonu minni fyrir um það bil mánuði en ég hef það sem reglu að þegar ég fer til útlanda gef ég sjálfri mér leyfi til að kaupa jakka sem mér finnast flottir -- sama hvað þeir kosta. Ég kaupi mér aðallega leðurjakka því ég er gjörsamlega sjúk í leðurjakka." Þóra fann hinn eina sanna leðurjakka fyrir nokkuð mörgum árum en hann er farinn yfir móðuna miklu sökum mikillar notkunar. "Ég gekk lengi vel í leðurjakka sem barnsmóðir pabba vinkonu minnar átti. Ég held ég hafi gengið í honum í sjö ár en þá var hann orðinn gatslitinn. Síðan hef ég leitað að staðgengli fyrir þennan jakka og held ég sé búinn að finna hann," segir Þóra og á þá auðvitað við nýja, danska leðurjakkann. En ætli Þóra sé jafn fatasjúk og hún er leðurjakkasjúk? "Nei ég er alls ekki fatafrík. Ég get verið alveg eins og drusla en ég get líka verið algjör pæja."
Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira