Innlent

Bæjarstjóraskipti á Álftanesi

Guðmundur G. Gunnarsson tók á föstudag við embætti bæjarstjóra Álftaness af Gunnari Val Gíslasyni sem verið hefur bæjarstjóri í rúm þrettán ár. Guðmundur hefur verið oddviti hreppsnefndar og síðar forseti bæjarstjórnar Álftaness um árabil og því flestum hnútum kunnugur í málefnum sveitarfélagsins. Við bæjarstjóraskiptin þakkaði Guðmundur Gunnari vel unnin störf í þágu Álftaness og sagði það skarð fyrir skildi að missa hann til annarra starfa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×