Erlent

Á þriðja tug létust í slysum

Í sárum. Hugað að sárum konu eftir rútuslys í Muzaffarabad í Pakistan í gær.
Í sárum. Hugað að sárum konu eftir rútuslys í Muzaffarabad í Pakistan í gær.

Tvö alvarleg rútuslys áttu sér stað í norðurhluta Pakistans, Muzaffarabad, í gær. Í fyrra slysinu valt rúta niður af brú með þeim afleiðingum að að minnsta kosti ellefu manns létu lífið og fjöldi særðist. Seinna slysið átti sér stað nokkrum klukkustundum síðar en þá létust tíu manns.

Slysin áttu sér stað á því svæði þar sem margir stórir jarðskjálftar hafa riðið yfir að undanförnu. Sökum þeirra hafa vegir lokast eða einfaldlega eyðilagst vegna jarðskriðs. Að sögn lögreglu á þessu svæði voru rúturnar stútfullar og segja vitni að fólk hafi jafnvel setið ofan á þökum rútanna en slíkt er mjög algengt í Pakistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×