Erlent

Tugþúsundir fylltu garðinn í Tel Aviv

Frá Tel Aviv. "Tár eru ekki í pólitískum litum, þau eru öll jafn sölt," sagði Eitan Haber, nánasti ráðgjafi Rabins, á samkomunni í gær.
Frá Tel Aviv. "Tár eru ekki í pólitískum litum, þau eru öll jafn sölt," sagði Eitan Haber, nánasti ráðgjafi Rabins, á samkomunni í gær.

Tugþúsundir Ísraela fylltu á laugardag garðinn í Tel Aviv þar sem Yitzhak Rabin forsætisráðherra var myrtur fyrir tíu árum. Auk þess að minnast friðarverðlaunahafans sáluga var tilgangur samkomunnar að hvetja ráðamenn til að finna friðsamlega lausn á deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs.

Öfgasinnaður gyðingur skaut Rabin til bana 4. nóvember 1995 og kom verulegt bakslag í friðarferlið svonefnda í kjölfarið. Á meðal þeirra sem vottuðu Rabin virðingu sína í gær var Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, en hann sagðist sakna Rabins sárt í viðtali við blaðamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×