Erlent

Spígsporaði um göturnar

Villtur úlfur í landkönnunarleiðangri. Úlfur rölti um göturnar í úthverfum Stokkhólms í gærmorgun. Hann var hinn rólegasti og lét ekkert fæla sig. Hér má sjá tvo úlfa í dýragarði. Talið er víst að úlfurinn í Stokkhólmi hafi verið villtur og einungis lagt í landkönnunarleiðangur til stórborgarinnar.
Villtur úlfur í landkönnunarleiðangri. Úlfur rölti um göturnar í úthverfum Stokkhólms í gærmorgun. Hann var hinn rólegasti og lét ekkert fæla sig. Hér má sjá tvo úlfa í dýragarði. Talið er víst að úlfurinn í Stokkhólmi hafi verið villtur og einungis lagt í landkönnunarleiðangur til stórborgarinnar.

Úlfur gekk laus í úthverfum Stokkhólms í gær. Úlfurinn var hinn rólegast, gekk um götur og leyfði myndatökur af sér í gríð og erg. Maður hringdi í lögregluna snemma í gærmorgun og sagðist hafa séð úlfinn. Þóttu orð hans ótrúleg en þegar fleiri hringdu og sögðust hafa séð úlf voru lögreglubílar sendir af stað.

Lögreglumennirnir fundu úlfinn og fylgdu tveir bílar honum eftir til að fæla hann ekki og hlífa honum við ónæði frá umferð. Lögreglumennirnir sögðu að það hefði verið taugatrekkjandi að horfast í augu við úlfinn þegar hann gekk á milli lögreglubílana. Úlfurinn hvarf svo og nokkrum tímum síðar sá fjölskylda í Saltsjöbaden úlfinn fyrir utan eldhúsgluggann hjá sér.

"Við hefðum ekki trúað þessu ef við hefðum ekki verið búin að lesa um það," sagði heimilisfaðirinn. Ekki er vitað hvaðan úlfurinn kom en talið öruggt að um villtan úlf sé að ræða. Þetta kom fram í vefútgáfu Dagens Nyheter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×