Erlent

Koddarnir syngja

Koddi með fuglasöng. Danskir hermenn í Kosovo sofna nú við fuglasöng og sofa vært, þrátt fyrir óróa á svæðinu.
Koddi með fuglasöng. Danskir hermenn í Kosovo sofna nú við fuglasöng og sofa vært, þrátt fyrir óróa á svæðinu.

Danskir hermenn í Mitrovica í norðurhluta Kosovo og nágrenni sofa nú værum svefni, að minnsta kosti þeir sem hafa fengið að prófa tíu nýja kodda með fuglasöng og tónlist.

Mitrovica skiptist á milli Albana og Serba og er ekki alltaf friðsamlegt milli þessara þjóða. Hermennirnir hafa oft átt í erfiðleikum með svefn vegna átaka á svæðinu. Hermennirnir hafa fengið að prófa koddann MusiCure sem hefur innbyggða hátalara. Hermennirnir sofna við fuglasöng eða klassíska tónlist. 340 hermenn eru á svæðinu. Koddarnir eru tíu og fær hver hermaður að prófa kodda í hálfan mánuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×