Erlent

Sjúkrahúsdvöl páfa lengist

Jóhannes Páll páfi II mun dveljast á sjúkrahúsi lengur en gert var ráð fyrir í upphafi að því er talsmaður Vatíkansins tilkynnti í morgun. Dvöl páfa verður framlengd um nokkra daga en upphaflega var sagt að hann þyrfti aðeins að vera undir eftirliti lækna í vikutíma. Páfi var einmitt fluttur í skyndi á sjúkrahús á þriðjudaginn fyrir viku þegar hann lenti í erfiðleikum með að anda í kjölfar flensupestar. Páfi er þó enn sagður á batavegi, hitalaus og sæmilega hress.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×