Erlent

Fékk betri einkunn en Karl

Vilhjálmur prins hefur útskrifast með meistaragráðu í landafræði. Prinsinn útskrifaðist með afar háa einkunn í faginu og hærri en faðir hans, Karl Bretaprins, fékk á sínum tíma. "Vilhjálmur fékk stórgóða einkunn og hann er yfir sig ánægður. Faðir hans er einnig mjög stoltur," sagði talsmaður prinssins. Námið byrjaði þó ekki vel hjá Vilhjálmi og hann átti í nokkrum vandræðum með það þar sem hann bjó fyrst í hinum einangraða skoska bæ Fife. Það var ekki fyrr en hann skipti úr listasögu yfir í landafræði sem honum fór að ganga virkilega vel í skólanum. Vilhjálmur hefur nú hug á að skrá sig í herskóla í Suður-London, þar sem yngri bróðir hans hóf nám í síðasta mánuði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×