Erlent

Rannsókn hafin

Rannsókn er hafin á slysinu í Austurríki í gær þegar þyrla missti 750 kílógramma steypuklump úr 300 metra hæð á kláf í austurrísku Ölpunum í gær, með þeim afleiðingum að níu manns fórust. Þeir sem fórust voru þýskir ferðamenn, og þar af voru sex börn. Verið var að flytja klumpinn upp á fjallstopp þar sem framkvæmdir standa yfir. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvenær gert er ráð fyrir að rannsókn ljúki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×