Erlent

Pútín ætlar ekki að sitja áfram

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, ætlar ekki að reyna að sitja áfram sem forseti þegar síðara kjörtímabil hans rennur út árið 2008. Þetta sagði forsetinn á fundi með fræðimönnum og stjórnmálaskýrendum í Moskvu í gær. Þrátt fyrir það vill stór hluti Rússa að Pútín sitji þriðja kjörtímabilið. Auk þess hafa fjármálaskýrendur á Vesturlöndum fullyrt að það væri gott fyrir rússneskan efnahag ef Pútín yrði áfram forseti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×