Erlent

Yfirmenn þáðu tugmilljóna mútur

Alexander Jakovlev lýsti sig í gær sekan um samsæri, peningaþvætti og fjármálamisferli í tengslum við störf sín sem einn af yfirmönnum áætlunar Sameinuðu þjóðanna sem átti að gera Írökum kleift að selja olíu í skiptum fyrir mat og lyf meðan þeir sættu viðskiptabanni. Rannsókn leiddi í ljós að Jakovlev hafði þegið um sjötíu milljónir króna í mútur og samþykkti Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, að aflétta friðhelgi sem hann naut. Benon Sevan, fyrrum framkvæmdastjóri, tók við 20 milljónum í mútugreiðslur og hefur verið farið fram á að hann verði einnig sviptur friðhelgi svo hægt sé að yfirheyra hann. Rannsókninin hefur enn fremur leitt í ljós að Annan sjálfur vissi meira um aðkomu sonar sína, Kojo Annan, að áætluninni en hann hefur áður látið í ljós og hafa frekari spurningar vaknað við þá uppgötvun. Segir Paul Volcker, formaður rannsóknarnefndarinnar, að þeim spurningum verði svarað í næstu skýrslu nefndarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×