Erlent

Sprengja grandar stúlkum í Kasmír

Þrjár stúlkur á aldrinum 6 til 8 ára létust þegar sprengja sem þær fundu sprakk í indverska hluta Kasmír í gær. Talið er að sprengjan sé eftir átök sem stóðu yfir í tvo mánuði á milli indverska hersins og íslamskra uppreisnarmanna á svæðinu árið 1999. Talið er að stúlkurnar hafi látist samstundis og að allt að 44 þúsund manns hafi látist í baráttu uppreisnarmanna fyrir sjálfstæði Kasmír sem varað hefur í sextán ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×