Erlent

Jennings fallinn frá

Einhver þekktasti sjónvarpsfréttamaður Bandaríkjanna og aðalfréttaþulur sjónvarpsstöðvarinnar ABC, Peter Jennings, lést í nótt úr lungnakrabbameini. Hann var sextíu og sjö ára gamall. Jennings greindist með krabbamein í vor og fór heilsu hans ört hrakandi. Með fráfalli hans eru allir þekktu aðalfréttaþulirr stóru bandarísku sjónvarpsstöðvanna hættir störfum. Tom Brokaw yfirgaf NBC í fyrrahaust, Dan Rather hætti fréttalestri í mars og nú er Jennings fallinn frá. Peter Jennings var mikill Íslandsvinur, kom hingað oft og átti hér vini



Fleiri fréttir

Sjá meira


×