Erlent

Lendingu frestað

Lendingu geimferjunnar Discovery hefur verið frestað um hátt í klukkustund vegna breyttra verðurskilyrða, en hún átti að lenda á Canaveral höfða eftir 15 mínútur. Þrátt fyrir alla þá erfiðleika sem upp hafa komið á þeim tíma sem Discovery hefur verið í geimnum, segir Eileen Collins flugstjóri ferjunnar förina vel heppnaða og ferjuna í góðu ástandi. Þrátt fyrir það ríkir spenna á jörðu niðri vegna skemmda sem urðu á ferjunni í flugtaki, en skemmdir í flugtaki urðu áhöfn ferjunnar Columbia að fjörtjóni á sínum tíma. Veðurhorfur voru góðar í nótt en einhverjar breytingar hafa orðið. Reynt verður að lenda klukkan hálftíu, en ef það tekst ekki verður beðið til morugns.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×