Innlent

Dæmdir fyrir að koma afla undan vigtun

MYND/GVA

Tveir menn voru sakfelldir í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir brot á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar og reglugerð um afladagbækur og vigtun sjávarafla. Mennirnir færðu ekki í dagbók afla skips sem þeir voru í áhöfn á, en annar mannanna er skipstjóri skipsins, þegar það kom úr veiðitúr síðastliðið vor. Þá komu þeir hluta aflans, eða um hálfu tonni af löngu, undan vigtun. Mennirnir voru hvor um sig dæmdir til að greiða 400 þúsund krónur í sekt, ella sæta fangelsisvist í tuttugu og fjóra daga, auk þess að greiða sakarkostnað upp á tæpar 150 þúsund krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×