Innlent

Verkalýðsbarátta hættuleg

Verkamaður í Kína. Flest launafólk í Kína er utan verkalýðsfélaga og oft gengur illa að stofna verkalýðsfélög.
Verkamaður í Kína. Flest launafólk í Kína er utan verkalýðsfélaga og oft gengur illa að stofna verkalýðsfélög.

Rúmlega hundrað manneskjur sem tóku þátt í starfi verkalýðsfélaga víðs vegar um heiminn voru myrtar á síðasta ári. Skráðum morðum fjölgaði um þrettán frá árinu áður og er talið að raunverulegar tölur séu mun hærri.

Þetta kemur fram á heimasíðu Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, bsrb.is. Í skýrslu Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga, þar sem fjallað er um brot gegn réttindum verkalýðsfélaga, kemur fram að morð, ofbeldi, fangelsisvist og bönn við tilvist verkalýðsfélaga viðgangist víða um heim.

Fyrir utan þann fjölda sem er myrtur vegna þátttöku sinnar í starfi verkalýðsfélaga eru margir reknir úr starfi fyrir það eitt að krefjast sanngjarnra réttinda. Í skýrslunni kemur fram að ástandið sé sérstaklega alvarlegt í Kína. Þar er flest launafólk utan verkalýðsfélaga og er tilraunum til að koma á fót verkalýðsfélögum mætt af mikilli hörku. Þá er bent á að þau opinberu verkalýðsfélög sem starfa í Kína séu gagnlaus við að verja réttindi launafólks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×