Fávitar og örvitar teknir úr reglugerð 6. desember 2005 06:15 Kópavogshæli. Aðeins 25 ár eru síðan orð eins og fávitastofnanir, örvitar, fávitar og vanvitar voru fullgild og notuð um málefni þroskaheftra, hvort sem þeir bjuggu á Kópavogshæli eða annars staðar. Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segir að Landssamtök þroskaheftra hafi verið stofnuð gegn hugarfarinu á þessum tíma. Aðeins aldarfjórðungur er síðan orð eins og fávitastofnanir, örvitar, fávitar og vanvitar voru gjaldgeng orð í opinberum gögnum. Í reglugerð sem nýlega var felld úr gildi voru þessi orð notuð um málefni þroskaheftra. Þar kom einnig fram að sálfræðingur skyldi halda spjaldskrá um þetta fólk og skyldi skráin varðveitt á Kópavogshæli. Lögin sem reglugerðin studdist við voru felld úr gildi í ársbyrjun 1980 og síðan þá hefur gildi reglugerðarinnar ekki verið neitt. Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segir að nútímavæðing hafi orðið í málefnum þroskaheftra með nýjum lögum í árslok 1979, sjúkdómavæðingin hafi minnkað og málaflokkurinn verið tekinn undir félagsmálaráðuneytið. Jafnframt hafi stofnanamenningin verið lögð af og farið að byggja upp þjónustu við þroskaheft fólk þannig að það gæti lifað sem eðlilegustu lífi heima hjá sér. "Þessi reglugerð er ágætis minnisvarði um þann tíma sem var," segir hann. "Landssamtök þroskaheftra voru stofnuð árið 1976 gegn hugarfarinu á þessum tíma." Skilgreiningin var að örviti var talinn með greindarvísitölu undir 25, fáviti með 25-50 og vanviti með 50-75 í greindarvísitölu. "Það má vera að menn hafi farið eftir þessari reglugerð þar til lögin voru felld úr gildi en eftir 1980 hef ég ekki trú á því að menn hafi haldið skrá á þessum forsendum," segir hann. Fréttablaðið grennslaðist fyrir um hvort spjaldskráin hefði verið haldin og væri til en ekki fundust nein merki um það. Í bók Margrétar Margeirsdóttur, Fötlun og samfélag, segir líka að engin gagnasöfnun hafi verið gerð. Fyrstu opinberu tölurnar yfir fjölda "fávita" hafi verið frá 1969 og sýndu þær 597 "fávita" í landinu. Innlent Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Aðeins aldarfjórðungur er síðan orð eins og fávitastofnanir, örvitar, fávitar og vanvitar voru gjaldgeng orð í opinberum gögnum. Í reglugerð sem nýlega var felld úr gildi voru þessi orð notuð um málefni þroskaheftra. Þar kom einnig fram að sálfræðingur skyldi halda spjaldskrá um þetta fólk og skyldi skráin varðveitt á Kópavogshæli. Lögin sem reglugerðin studdist við voru felld úr gildi í ársbyrjun 1980 og síðan þá hefur gildi reglugerðarinnar ekki verið neitt. Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segir að nútímavæðing hafi orðið í málefnum þroskaheftra með nýjum lögum í árslok 1979, sjúkdómavæðingin hafi minnkað og málaflokkurinn verið tekinn undir félagsmálaráðuneytið. Jafnframt hafi stofnanamenningin verið lögð af og farið að byggja upp þjónustu við þroskaheft fólk þannig að það gæti lifað sem eðlilegustu lífi heima hjá sér. "Þessi reglugerð er ágætis minnisvarði um þann tíma sem var," segir hann. "Landssamtök þroskaheftra voru stofnuð árið 1976 gegn hugarfarinu á þessum tíma." Skilgreiningin var að örviti var talinn með greindarvísitölu undir 25, fáviti með 25-50 og vanviti með 50-75 í greindarvísitölu. "Það má vera að menn hafi farið eftir þessari reglugerð þar til lögin voru felld úr gildi en eftir 1980 hef ég ekki trú á því að menn hafi haldið skrá á þessum forsendum," segir hann. Fréttablaðið grennslaðist fyrir um hvort spjaldskráin hefði verið haldin og væri til en ekki fundust nein merki um það. Í bók Margrétar Margeirsdóttur, Fötlun og samfélag, segir líka að engin gagnasöfnun hafi verið gerð. Fyrstu opinberu tölurnar yfir fjölda "fávita" hafi verið frá 1969 og sýndu þær 597 "fávita" í landinu.
Innlent Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira