Hátæknisjúkrahús við brautarenda Reykjavíkurflugvallar 6. desember 2005 06:00 Séð yfir Vatnsmýrina. Hér sést yfir svæðið sem deilt er um hvernig skuli skipulagt. Erfitt verk bíður þeirra sem finna eiga lausn á skipulagsmálum í Vatnsmýrinni sem allir geta sætt sig við. Deilt er um hvort flugvöllurinn í Vatnsmýrinni muni þjóna landsbyggðinni nægilega vel ef ákveðið verði finna honum nýjan stað. Formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir það einungis spurningu hvert flugvöllurinn fari. Benoný Ásgrímsson, yfirflugstjóri hjá Landhelgisgæslunni, greindi frá því í Fréttablaðinu 2. desember að það væri lífsnauðsynlegt að hafa sjúkraflugvöll í næsta nágrenni við hátæknisjúkrahúsið sem byggja á upp í grennd við Vatnsmýrina, þar sem sjúkraflug á landinu færi að mestu leyti um flugvöllinn í Reykjavík. Þessu sjónarmiði hefur lengi verið haldið á lofti af fylgismönnum núverandi staðsetningar flugvallarins. Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, segir það með ólíkindum að F-listinn sé eina aflið innan borgarstjórnar Reykjavíkur sem telji það óhjákvæmilegt að hafa flugvöll í næsta nágrenni við Landspítala - háskólasjúkrahús. "Miðað við það sem hefur komið fram að undanförnu, það er andstaða æðstu manna hjá Landhelgisgæslunni og Landspítalanum og að ég tali nú ekki um þá flugmenn sem annast sjúkraflugið, þá er eiginlega með ólíkindum að það sé einungis borgarfulltrúi F-listans sem hafi þá skoðun að það sé algjörlega óhjákvæmilegt að hafa flugvöll í grennd við Landspítala - háskólasjúkrahús. Ég tel engar líkur á því að flugvöllurinn verði færður eins og mál standa nú."Flugvöllur setur uppbyggingu þekkingarþorps skorðurDagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir núverandi staðsetningu flugvallarins ekki útiloka uppbyggingu skapandi háskólasamfélags, en segir völlinn óneitanlega setja uppbyggingunni ákveðnar skorður. "Staðsetning flugvallarins útilokar ekki uppbyggingu við Háskóla Íslands, hátæknisjúkrahúsið eða Háskólann í Reykjavík. En það setur uppbyggingunni ákveðnar skorður ef flugvöllur verður áfram þar sem hann er nú. Til framtíðar litið eru flestir sammála um það að flugvöllurinn muni fara, spurningin er aðeins hvert hann fer. Þarfir landsbyggðarinnar og hátæknisjúkrahússins eru auðvitað efst á blaði þegar möguleikarnir eru skoðaðir nánar. Hátæknisjúkrahúsið þarf að hafa greiðar samgöngur við flugvöll, en þarf ekki endilega að rísa á flugvallarsvæði, því það er afar sjaldgæft annars staðar í heiminum." Flugvöllinn úr Vatnsmýrinni, byggðaþróunarinnar vegnaSjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni, fyrst og fremst til þess að byggja upp íbúðarhverfi. Gísli Marteinn Baldursson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, var einna fyrstur sjálfstæðismanna til þess að taka eindregna afstöðu með því að finna flugvellinum annan stað. "Ástæðan fyrir því að ég tel nauðsynlegt að finna flugvellinum annan góðan stað er ekki sú að það sé lífsnauðsynlegt að byggja upp þekkingarþorp í Vatnsmýrinni, heldur miklu frekar að við þurfum að gera það vegna byggðarþróunar í höfuðborginni. Það sem þarf að gera er að meta alla þá staði sem til greina koma fyrir flugvöll og fá fram skýr svör um það hver kostnaður er við hvern stað fyrir sig og hvaða áhrif það hefur að færa flugvöllinn. R-listinn hefur ekki gert þetta á þeim tólf árum sem hann hefur verið við völd. Það er mikilvægt að sætta ólík sjónarmið, sérstaklega í sambandi við sjúkraflugið, og ég tel að það sé hægt, með það að markmiði að finna flugvellinum annan stað." Of dýrt fyrir venjulegan ReykvíkingRagnar Stefánsson, jarðeðlisfræðingur og formaður samtakana Landsbyggðin lifi, telur það dýrmætt fyrir Reykjavík og Reykvíkinga, ekki síður en landsbyggðina alla, að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni. "Mér finnst eins og áhrifamenn í Reykjavík hafi hugsað um þetta mál út frá einu sjónarmiði, en það er að það kæmu þarna lóðir fyrir íbúðarhúsnæði, vegna þess að það er vinsælt meðal ákveðins hóps. En Reykvíkingar vita það eins og fólk á landsbyggðinni að það getur verið afar gott að komast hratt með flugi til Reykjavíkur ef það lendir í slysi. Ég held að þessi hugmynd hafi orðið til í fljótræði og stjórnmálamennirnir, óttaslegnir um að missa atkvæðin, hafa keppst við að halda þessari hugmynd á lífi. En ég get ómögulega skilið hvers vegna hinn almenni Reykvíkingur á að telja þetta mál sérstaklega mikilvægt, því lóðirnar á þessu svæði verða allt of dýrar fyrir hinn almenna Reykvíking. " Innanlandsflug til KeflavíkurStofnuð hafa verið samtök á Suðurnesjum sem vilja að miðstöð innanlandsflugs verði færð frá Reykjavík til Keflavíkur, þar sem slík breyting myndi glæða atvinnulífið í byggðarlögum á Suðurnesjum lífi og að auki skila til þeirra umtalsverðum tekjum. Ef af þessu verður mun engin höfuðborg í Evrópu hafa sinn helsta innanlandsflugvöll fjær borgarmörkum höfuðborgar en Reykjavík. Á móti kemur að fáar höfuðborgir í Evrópu hafa flugvöll nær þéttustu byggð, eins og staða Reykjavíkurflugvallar er nú. Innlent Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Deilt er um hvort flugvöllurinn í Vatnsmýrinni muni þjóna landsbyggðinni nægilega vel ef ákveðið verði finna honum nýjan stað. Formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir það einungis spurningu hvert flugvöllurinn fari. Benoný Ásgrímsson, yfirflugstjóri hjá Landhelgisgæslunni, greindi frá því í Fréttablaðinu 2. desember að það væri lífsnauðsynlegt að hafa sjúkraflugvöll í næsta nágrenni við hátæknisjúkrahúsið sem byggja á upp í grennd við Vatnsmýrina, þar sem sjúkraflug á landinu færi að mestu leyti um flugvöllinn í Reykjavík. Þessu sjónarmiði hefur lengi verið haldið á lofti af fylgismönnum núverandi staðsetningar flugvallarins. Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, segir það með ólíkindum að F-listinn sé eina aflið innan borgarstjórnar Reykjavíkur sem telji það óhjákvæmilegt að hafa flugvöll í næsta nágrenni við Landspítala - háskólasjúkrahús. "Miðað við það sem hefur komið fram að undanförnu, það er andstaða æðstu manna hjá Landhelgisgæslunni og Landspítalanum og að ég tali nú ekki um þá flugmenn sem annast sjúkraflugið, þá er eiginlega með ólíkindum að það sé einungis borgarfulltrúi F-listans sem hafi þá skoðun að það sé algjörlega óhjákvæmilegt að hafa flugvöll í grennd við Landspítala - háskólasjúkrahús. Ég tel engar líkur á því að flugvöllurinn verði færður eins og mál standa nú."Flugvöllur setur uppbyggingu þekkingarþorps skorðurDagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir núverandi staðsetningu flugvallarins ekki útiloka uppbyggingu skapandi háskólasamfélags, en segir völlinn óneitanlega setja uppbyggingunni ákveðnar skorður. "Staðsetning flugvallarins útilokar ekki uppbyggingu við Háskóla Íslands, hátæknisjúkrahúsið eða Háskólann í Reykjavík. En það setur uppbyggingunni ákveðnar skorður ef flugvöllur verður áfram þar sem hann er nú. Til framtíðar litið eru flestir sammála um það að flugvöllurinn muni fara, spurningin er aðeins hvert hann fer. Þarfir landsbyggðarinnar og hátæknisjúkrahússins eru auðvitað efst á blaði þegar möguleikarnir eru skoðaðir nánar. Hátæknisjúkrahúsið þarf að hafa greiðar samgöngur við flugvöll, en þarf ekki endilega að rísa á flugvallarsvæði, því það er afar sjaldgæft annars staðar í heiminum." Flugvöllinn úr Vatnsmýrinni, byggðaþróunarinnar vegnaSjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni, fyrst og fremst til þess að byggja upp íbúðarhverfi. Gísli Marteinn Baldursson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, var einna fyrstur sjálfstæðismanna til þess að taka eindregna afstöðu með því að finna flugvellinum annan stað. "Ástæðan fyrir því að ég tel nauðsynlegt að finna flugvellinum annan góðan stað er ekki sú að það sé lífsnauðsynlegt að byggja upp þekkingarþorp í Vatnsmýrinni, heldur miklu frekar að við þurfum að gera það vegna byggðarþróunar í höfuðborginni. Það sem þarf að gera er að meta alla þá staði sem til greina koma fyrir flugvöll og fá fram skýr svör um það hver kostnaður er við hvern stað fyrir sig og hvaða áhrif það hefur að færa flugvöllinn. R-listinn hefur ekki gert þetta á þeim tólf árum sem hann hefur verið við völd. Það er mikilvægt að sætta ólík sjónarmið, sérstaklega í sambandi við sjúkraflugið, og ég tel að það sé hægt, með það að markmiði að finna flugvellinum annan stað." Of dýrt fyrir venjulegan ReykvíkingRagnar Stefánsson, jarðeðlisfræðingur og formaður samtakana Landsbyggðin lifi, telur það dýrmætt fyrir Reykjavík og Reykvíkinga, ekki síður en landsbyggðina alla, að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni. "Mér finnst eins og áhrifamenn í Reykjavík hafi hugsað um þetta mál út frá einu sjónarmiði, en það er að það kæmu þarna lóðir fyrir íbúðarhúsnæði, vegna þess að það er vinsælt meðal ákveðins hóps. En Reykvíkingar vita það eins og fólk á landsbyggðinni að það getur verið afar gott að komast hratt með flugi til Reykjavíkur ef það lendir í slysi. Ég held að þessi hugmynd hafi orðið til í fljótræði og stjórnmálamennirnir, óttaslegnir um að missa atkvæðin, hafa keppst við að halda þessari hugmynd á lífi. En ég get ómögulega skilið hvers vegna hinn almenni Reykvíkingur á að telja þetta mál sérstaklega mikilvægt, því lóðirnar á þessu svæði verða allt of dýrar fyrir hinn almenna Reykvíking. " Innanlandsflug til KeflavíkurStofnuð hafa verið samtök á Suðurnesjum sem vilja að miðstöð innanlandsflugs verði færð frá Reykjavík til Keflavíkur, þar sem slík breyting myndi glæða atvinnulífið í byggðarlögum á Suðurnesjum lífi og að auki skila til þeirra umtalsverðum tekjum. Ef af þessu verður mun engin höfuðborg í Evrópu hafa sinn helsta innanlandsflugvöll fjær borgarmörkum höfuðborgar en Reykjavík. Á móti kemur að fáar höfuðborgir í Evrópu hafa flugvöll nær þéttustu byggð, eins og staða Reykjavíkurflugvallar er nú.
Innlent Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira