Hátæknisjúkrahús við brautarenda Reykjavíkurflugvallar 6. desember 2005 06:00 Séð yfir Vatnsmýrina. Hér sést yfir svæðið sem deilt er um hvernig skuli skipulagt. Erfitt verk bíður þeirra sem finna eiga lausn á skipulagsmálum í Vatnsmýrinni sem allir geta sætt sig við. Deilt er um hvort flugvöllurinn í Vatnsmýrinni muni þjóna landsbyggðinni nægilega vel ef ákveðið verði finna honum nýjan stað. Formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir það einungis spurningu hvert flugvöllurinn fari. Benoný Ásgrímsson, yfirflugstjóri hjá Landhelgisgæslunni, greindi frá því í Fréttablaðinu 2. desember að það væri lífsnauðsynlegt að hafa sjúkraflugvöll í næsta nágrenni við hátæknisjúkrahúsið sem byggja á upp í grennd við Vatnsmýrina, þar sem sjúkraflug á landinu færi að mestu leyti um flugvöllinn í Reykjavík. Þessu sjónarmiði hefur lengi verið haldið á lofti af fylgismönnum núverandi staðsetningar flugvallarins. Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, segir það með ólíkindum að F-listinn sé eina aflið innan borgarstjórnar Reykjavíkur sem telji það óhjákvæmilegt að hafa flugvöll í næsta nágrenni við Landspítala - háskólasjúkrahús. "Miðað við það sem hefur komið fram að undanförnu, það er andstaða æðstu manna hjá Landhelgisgæslunni og Landspítalanum og að ég tali nú ekki um þá flugmenn sem annast sjúkraflugið, þá er eiginlega með ólíkindum að það sé einungis borgarfulltrúi F-listans sem hafi þá skoðun að það sé algjörlega óhjákvæmilegt að hafa flugvöll í grennd við Landspítala - háskólasjúkrahús. Ég tel engar líkur á því að flugvöllurinn verði færður eins og mál standa nú."Flugvöllur setur uppbyggingu þekkingarþorps skorðurDagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir núverandi staðsetningu flugvallarins ekki útiloka uppbyggingu skapandi háskólasamfélags, en segir völlinn óneitanlega setja uppbyggingunni ákveðnar skorður. "Staðsetning flugvallarins útilokar ekki uppbyggingu við Háskóla Íslands, hátæknisjúkrahúsið eða Háskólann í Reykjavík. En það setur uppbyggingunni ákveðnar skorður ef flugvöllur verður áfram þar sem hann er nú. Til framtíðar litið eru flestir sammála um það að flugvöllurinn muni fara, spurningin er aðeins hvert hann fer. Þarfir landsbyggðarinnar og hátæknisjúkrahússins eru auðvitað efst á blaði þegar möguleikarnir eru skoðaðir nánar. Hátæknisjúkrahúsið þarf að hafa greiðar samgöngur við flugvöll, en þarf ekki endilega að rísa á flugvallarsvæði, því það er afar sjaldgæft annars staðar í heiminum." Flugvöllinn úr Vatnsmýrinni, byggðaþróunarinnar vegnaSjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni, fyrst og fremst til þess að byggja upp íbúðarhverfi. Gísli Marteinn Baldursson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, var einna fyrstur sjálfstæðismanna til þess að taka eindregna afstöðu með því að finna flugvellinum annan stað. "Ástæðan fyrir því að ég tel nauðsynlegt að finna flugvellinum annan góðan stað er ekki sú að það sé lífsnauðsynlegt að byggja upp þekkingarþorp í Vatnsmýrinni, heldur miklu frekar að við þurfum að gera það vegna byggðarþróunar í höfuðborginni. Það sem þarf að gera er að meta alla þá staði sem til greina koma fyrir flugvöll og fá fram skýr svör um það hver kostnaður er við hvern stað fyrir sig og hvaða áhrif það hefur að færa flugvöllinn. R-listinn hefur ekki gert þetta á þeim tólf árum sem hann hefur verið við völd. Það er mikilvægt að sætta ólík sjónarmið, sérstaklega í sambandi við sjúkraflugið, og ég tel að það sé hægt, með það að markmiði að finna flugvellinum annan stað." Of dýrt fyrir venjulegan ReykvíkingRagnar Stefánsson, jarðeðlisfræðingur og formaður samtakana Landsbyggðin lifi, telur það dýrmætt fyrir Reykjavík og Reykvíkinga, ekki síður en landsbyggðina alla, að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni. "Mér finnst eins og áhrifamenn í Reykjavík hafi hugsað um þetta mál út frá einu sjónarmiði, en það er að það kæmu þarna lóðir fyrir íbúðarhúsnæði, vegna þess að það er vinsælt meðal ákveðins hóps. En Reykvíkingar vita það eins og fólk á landsbyggðinni að það getur verið afar gott að komast hratt með flugi til Reykjavíkur ef það lendir í slysi. Ég held að þessi hugmynd hafi orðið til í fljótræði og stjórnmálamennirnir, óttaslegnir um að missa atkvæðin, hafa keppst við að halda þessari hugmynd á lífi. En ég get ómögulega skilið hvers vegna hinn almenni Reykvíkingur á að telja þetta mál sérstaklega mikilvægt, því lóðirnar á þessu svæði verða allt of dýrar fyrir hinn almenna Reykvíking. " Innanlandsflug til KeflavíkurStofnuð hafa verið samtök á Suðurnesjum sem vilja að miðstöð innanlandsflugs verði færð frá Reykjavík til Keflavíkur, þar sem slík breyting myndi glæða atvinnulífið í byggðarlögum á Suðurnesjum lífi og að auki skila til þeirra umtalsverðum tekjum. Ef af þessu verður mun engin höfuðborg í Evrópu hafa sinn helsta innanlandsflugvöll fjær borgarmörkum höfuðborgar en Reykjavík. Á móti kemur að fáar höfuðborgir í Evrópu hafa flugvöll nær þéttustu byggð, eins og staða Reykjavíkurflugvallar er nú. Innlent Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Deilt er um hvort flugvöllurinn í Vatnsmýrinni muni þjóna landsbyggðinni nægilega vel ef ákveðið verði finna honum nýjan stað. Formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir það einungis spurningu hvert flugvöllurinn fari. Benoný Ásgrímsson, yfirflugstjóri hjá Landhelgisgæslunni, greindi frá því í Fréttablaðinu 2. desember að það væri lífsnauðsynlegt að hafa sjúkraflugvöll í næsta nágrenni við hátæknisjúkrahúsið sem byggja á upp í grennd við Vatnsmýrina, þar sem sjúkraflug á landinu færi að mestu leyti um flugvöllinn í Reykjavík. Þessu sjónarmiði hefur lengi verið haldið á lofti af fylgismönnum núverandi staðsetningar flugvallarins. Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, segir það með ólíkindum að F-listinn sé eina aflið innan borgarstjórnar Reykjavíkur sem telji það óhjákvæmilegt að hafa flugvöll í næsta nágrenni við Landspítala - háskólasjúkrahús. "Miðað við það sem hefur komið fram að undanförnu, það er andstaða æðstu manna hjá Landhelgisgæslunni og Landspítalanum og að ég tali nú ekki um þá flugmenn sem annast sjúkraflugið, þá er eiginlega með ólíkindum að það sé einungis borgarfulltrúi F-listans sem hafi þá skoðun að það sé algjörlega óhjákvæmilegt að hafa flugvöll í grennd við Landspítala - háskólasjúkrahús. Ég tel engar líkur á því að flugvöllurinn verði færður eins og mál standa nú."Flugvöllur setur uppbyggingu þekkingarþorps skorðurDagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir núverandi staðsetningu flugvallarins ekki útiloka uppbyggingu skapandi háskólasamfélags, en segir völlinn óneitanlega setja uppbyggingunni ákveðnar skorður. "Staðsetning flugvallarins útilokar ekki uppbyggingu við Háskóla Íslands, hátæknisjúkrahúsið eða Háskólann í Reykjavík. En það setur uppbyggingunni ákveðnar skorður ef flugvöllur verður áfram þar sem hann er nú. Til framtíðar litið eru flestir sammála um það að flugvöllurinn muni fara, spurningin er aðeins hvert hann fer. Þarfir landsbyggðarinnar og hátæknisjúkrahússins eru auðvitað efst á blaði þegar möguleikarnir eru skoðaðir nánar. Hátæknisjúkrahúsið þarf að hafa greiðar samgöngur við flugvöll, en þarf ekki endilega að rísa á flugvallarsvæði, því það er afar sjaldgæft annars staðar í heiminum." Flugvöllinn úr Vatnsmýrinni, byggðaþróunarinnar vegnaSjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni, fyrst og fremst til þess að byggja upp íbúðarhverfi. Gísli Marteinn Baldursson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, var einna fyrstur sjálfstæðismanna til þess að taka eindregna afstöðu með því að finna flugvellinum annan stað. "Ástæðan fyrir því að ég tel nauðsynlegt að finna flugvellinum annan góðan stað er ekki sú að það sé lífsnauðsynlegt að byggja upp þekkingarþorp í Vatnsmýrinni, heldur miklu frekar að við þurfum að gera það vegna byggðarþróunar í höfuðborginni. Það sem þarf að gera er að meta alla þá staði sem til greina koma fyrir flugvöll og fá fram skýr svör um það hver kostnaður er við hvern stað fyrir sig og hvaða áhrif það hefur að færa flugvöllinn. R-listinn hefur ekki gert þetta á þeim tólf árum sem hann hefur verið við völd. Það er mikilvægt að sætta ólík sjónarmið, sérstaklega í sambandi við sjúkraflugið, og ég tel að það sé hægt, með það að markmiði að finna flugvellinum annan stað." Of dýrt fyrir venjulegan ReykvíkingRagnar Stefánsson, jarðeðlisfræðingur og formaður samtakana Landsbyggðin lifi, telur það dýrmætt fyrir Reykjavík og Reykvíkinga, ekki síður en landsbyggðina alla, að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni. "Mér finnst eins og áhrifamenn í Reykjavík hafi hugsað um þetta mál út frá einu sjónarmiði, en það er að það kæmu þarna lóðir fyrir íbúðarhúsnæði, vegna þess að það er vinsælt meðal ákveðins hóps. En Reykvíkingar vita það eins og fólk á landsbyggðinni að það getur verið afar gott að komast hratt með flugi til Reykjavíkur ef það lendir í slysi. Ég held að þessi hugmynd hafi orðið til í fljótræði og stjórnmálamennirnir, óttaslegnir um að missa atkvæðin, hafa keppst við að halda þessari hugmynd á lífi. En ég get ómögulega skilið hvers vegna hinn almenni Reykvíkingur á að telja þetta mál sérstaklega mikilvægt, því lóðirnar á þessu svæði verða allt of dýrar fyrir hinn almenna Reykvíking. " Innanlandsflug til KeflavíkurStofnuð hafa verið samtök á Suðurnesjum sem vilja að miðstöð innanlandsflugs verði færð frá Reykjavík til Keflavíkur, þar sem slík breyting myndi glæða atvinnulífið í byggðarlögum á Suðurnesjum lífi og að auki skila til þeirra umtalsverðum tekjum. Ef af þessu verður mun engin höfuðborg í Evrópu hafa sinn helsta innanlandsflugvöll fjær borgarmörkum höfuðborgar en Reykjavík. Á móti kemur að fáar höfuðborgir í Evrópu hafa flugvöll nær þéttustu byggð, eins og staða Reykjavíkurflugvallar er nú.
Innlent Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira