Innlent

Samtök efna til meðmæla­göngu

Efnt hefur verið til svo­kall­að­rar með­mæla­göngu og úti­hátíð­ar í Reykjavík á föstudaginn í tilefni af því að þá verður væntan­lega síðasti starfsdagur Alþingis fyrir jól. Átakshópur öryrkja, Öryrkja­­banda­lag Íslands og Félag eldri ­borg­ara í Reykja­vík og ná­grenni skipu­leggja uppá­komu­na.

Klukkan fjögur safnast fólk saman á Skólavörðuholti við Hall­­gríms­kirkju og ganga niður á Aust­ur­völl þar sem Sigur­steinn Másson, formaður Öryrkja­­banda­­lags­ins, og fleiri flytja ávörp. Þá verða í boði skemmti­atriði, en gangan og fundur­inn eru haldin undir kjör­orðinu "Ekkert um okkur án okkar - Eitt samfélag fyrir alla."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×