Fótbrotnaði eftir árás fíkils 6. desember 2005 04:45 Fótbrotnaði. Pétur Arason hefur búið lengi við Laugaveg. Hann segir ástandið aldrei verra en nú. Fleiri íbúar taka í sama streng. Pétur varð fyrir árás fíkniefnaneytanda á dögunum og fótbrotnaði. Íbúi við Laugaveg, Pétur Arason, varð nýlega fyrir árás fíkniefnaneytanda um hábjartan dag. Árásarmaðurinn sparkaði í hann með þeim afleiðingum að hann fótbrotnaði. Íbúar við Laugaveginn, sem Fréttablaðið ræddi við, segja ástandið aldrei verra en nú, bæði hvað varðar sóðaskap og neyslu vímuefna. "Ég lenti í einum útúrdópuðum um tvöleytið að degi til," segir Pétur. "Hann var að reyna að brjótast inn bakdyramegin hjá mér. Ég spurði hvað hann væri að stússast og svo leiddi eitt af öðru þar til hann réðst á mig. Hann náði að sparka í fótinn á mér með þeim afleiðingum að ég fótbrotnaði og þurfti að vera í gifsi í sex vikur. Þessi maður rauk í burtu, en var gómaður og vissi þá ekki neitt." Pétur segir ástandið fara versnandi. Aðfaranætur laugardags og sunnudags séu verstar. "Það eru öskur, óp og skrækir allar nætur um helgar," lýsir hann. "Það er eins og sé hreinlega verið að drepa fólk alla nóttina. Það líðst hvergi nema hér að fólk geti slangrað um dauðadrukkið svo klukkustundum skiptir. Við sem eigum hús þarna gerum ekkert annað á morgnana heldur en að tína sprautur og alls konar ófögnum sem liggur þarna eftir nóttina. Fólk mígur og skítur í lóðirnar hjá okkur. Ástandið er hreint út sagt ferlegt og sóðaskapurinn allrosalegur." @Mynd -FoMed 6,5p CP:veggjakrot Sveinn Sandholt byrjar oft daginn á því að þrífa upp óþverrann eftir næturhrafnana. Pétur segir íbúana við Laugaveginn sjá sýnilega lögreglu á Laugaveginum um það bil þrisvar sinnum á ári. Það sé á Þorláksmessu, 17. júní og Menningarnótt. "Stór hluti af vandamálinu er barir sem eru þarna á svæðinu," segir hann. "Þar fer fram fíkniefnasala eins og um hverja aðra kjörbúð sé að ræða. Það leynir sér ekkert hvað þarna fer fram. Það er margbúið að benda lögreglunni á þetta en hún verður bara heyrnarlaus og fúl þegar farið er að tala um þetta. Þetta hefur viðgengist þarna í 5-6 ár. Þarna byrja unglingar og eldra fólk að koma upp úr klukkan 6 eða 7 alla daga. Þarna koma fleiri tugir manns gagngert til að fara inn á staðinn og koma svo út eftir fimm mínútur." Pétur kveðst hafa rætt við borgarfulltrúa um ástandið á Laugaveginum en án árangurs. Þeir virðist engan áhuga hafa á því. Hvorki þeir né lögregla geti þó skellt skollaeyrum við kvörtunum af þessu tagi, því íbúum á svæðinu fari óðfluga fjölgandi. Stefán Sandholt í Sandholtsbakaríi tekur í sama streng. Hann kveðst mæta til vinnu klukkan fjögur á nóttunni og þá standi gleðskapurinn á götunni iðulega enn. "Ég dríf mig þá inn og skelli í lás á eftir mér," segir hann. "Svo opna ég klukkan 7.30 á morgnana. Þá þarf ég stundum að hreinsa til fyrir framan dyrnar, þar sem liggja dósir, flöskur, stundum sprautur, hlandpollar og alls konar óþverri. Veggjakrotið er þó það ógeðslegasta sem til er. Það hefur kostað mig hundruð þúsunda að halda húsveggjum bakarísins hreinum. En það virðist öllum sama um þessa þróun Laugavegarins." Innlent Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Veltir fyrir sér hvort samfélagið líti á aldraða sem rusl Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Íbúi við Laugaveg, Pétur Arason, varð nýlega fyrir árás fíkniefnaneytanda um hábjartan dag. Árásarmaðurinn sparkaði í hann með þeim afleiðingum að hann fótbrotnaði. Íbúar við Laugaveginn, sem Fréttablaðið ræddi við, segja ástandið aldrei verra en nú, bæði hvað varðar sóðaskap og neyslu vímuefna. "Ég lenti í einum útúrdópuðum um tvöleytið að degi til," segir Pétur. "Hann var að reyna að brjótast inn bakdyramegin hjá mér. Ég spurði hvað hann væri að stússast og svo leiddi eitt af öðru þar til hann réðst á mig. Hann náði að sparka í fótinn á mér með þeim afleiðingum að ég fótbrotnaði og þurfti að vera í gifsi í sex vikur. Þessi maður rauk í burtu, en var gómaður og vissi þá ekki neitt." Pétur segir ástandið fara versnandi. Aðfaranætur laugardags og sunnudags séu verstar. "Það eru öskur, óp og skrækir allar nætur um helgar," lýsir hann. "Það er eins og sé hreinlega verið að drepa fólk alla nóttina. Það líðst hvergi nema hér að fólk geti slangrað um dauðadrukkið svo klukkustundum skiptir. Við sem eigum hús þarna gerum ekkert annað á morgnana heldur en að tína sprautur og alls konar ófögnum sem liggur þarna eftir nóttina. Fólk mígur og skítur í lóðirnar hjá okkur. Ástandið er hreint út sagt ferlegt og sóðaskapurinn allrosalegur." @Mynd -FoMed 6,5p CP:veggjakrot Sveinn Sandholt byrjar oft daginn á því að þrífa upp óþverrann eftir næturhrafnana. Pétur segir íbúana við Laugaveginn sjá sýnilega lögreglu á Laugaveginum um það bil þrisvar sinnum á ári. Það sé á Þorláksmessu, 17. júní og Menningarnótt. "Stór hluti af vandamálinu er barir sem eru þarna á svæðinu," segir hann. "Þar fer fram fíkniefnasala eins og um hverja aðra kjörbúð sé að ræða. Það leynir sér ekkert hvað þarna fer fram. Það er margbúið að benda lögreglunni á þetta en hún verður bara heyrnarlaus og fúl þegar farið er að tala um þetta. Þetta hefur viðgengist þarna í 5-6 ár. Þarna byrja unglingar og eldra fólk að koma upp úr klukkan 6 eða 7 alla daga. Þarna koma fleiri tugir manns gagngert til að fara inn á staðinn og koma svo út eftir fimm mínútur." Pétur kveðst hafa rætt við borgarfulltrúa um ástandið á Laugaveginum en án árangurs. Þeir virðist engan áhuga hafa á því. Hvorki þeir né lögregla geti þó skellt skollaeyrum við kvörtunum af þessu tagi, því íbúum á svæðinu fari óðfluga fjölgandi. Stefán Sandholt í Sandholtsbakaríi tekur í sama streng. Hann kveðst mæta til vinnu klukkan fjögur á nóttunni og þá standi gleðskapurinn á götunni iðulega enn. "Ég dríf mig þá inn og skelli í lás á eftir mér," segir hann. "Svo opna ég klukkan 7.30 á morgnana. Þá þarf ég stundum að hreinsa til fyrir framan dyrnar, þar sem liggja dósir, flöskur, stundum sprautur, hlandpollar og alls konar óþverri. Veggjakrotið er þó það ógeðslegasta sem til er. Það hefur kostað mig hundruð þúsunda að halda húsveggjum bakarísins hreinum. En það virðist öllum sama um þessa þróun Laugavegarins."
Innlent Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Veltir fyrir sér hvort samfélagið líti á aldraða sem rusl Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira