Innlent

Refsilaus þjófnaður

24 ára gömlum manni var ekki gerð sérstök refsing fyrir að stela tvisvar með fimm mánaða millibili ein­ka­númer­inu "Ostur" af vörubíl sem lagt hafði verið við Samkaup á Dalvík.

Brot­in voru framin áður en hann hlaut í maí dóm fyrir fíkniefna- og umferðar­lagabrot og ekki talið að þau hefðu orðið til að þyngja hann. Dómurinn, sem var kveðinn var upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær, er sá sjötti sem maðurinn fær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×