Erlent

Bygging hrundi í miðborg Porto

Bygging hrundi í miðborg borgarinnar Porto í Portúgal í nótt. Ekki er vitað hvað olli sprengingunni en Rui Rio, borgarstjóri Porto, segist hallast að því að sprengiefni hefði komið við sögu því sprengingin hefði verið of öflug til að geta verið af völdum gas- eða vatnshitara. Eldri hjóna er saknað en nokkrir hlutu minni háttar meiðsl þegar rúður brotnuðu í allt að hundrað metra fjarlægð. Þrír aðrir íbúar hússins voru til allrar hamingju að heiman þegar sprengingin varð. Hluti gömlu miðborgarinnar er í rúst eftir sprenginguna en byggingin stóð við verslunargötu í Porto.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×